Ellen og Eyþór á Laugum

DalabyggðFréttir

Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson koma fram á Hótel Eddu á Laugum fimmtudaginn 11. júlí kl. 20:30.
Á tónleikunum munu þau hjónin flytja nokkur þekktustu lög Ellenar ásamt öðrum dægurlagaperlum.
Áður en tónleikarnir hefjast verður boðið upp á kvöldverð að hætti hússins, lambafille með kartöflumús, Jerúsalem ætiþistlum, vínberjum og möndlum á 4.600 kr. Einnig verða á boðstólum Dalaostar.
Salurinn verður opnaður kl. 19 og matur verður borinn fram kl. 19:30. Borðapantanir eru í síma 444 4930
Aðgangur á tónleikana er ókeypis og hefjast þeir sem fyrr segir kl. 20:30.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei