Háls-, nef og eyrnalæknir

DalabyggðFréttir

Þórir Bergmundsson, háls-, nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilsugæslustöðinni í Búðardal föstudaginn 14. september n.k. Tímapantanir eru í síma 432 1450. Heislugæslustöðin í Búðardal

Markaskrá Dalasýslu 2012

DalabyggðFréttir

Ný markaskrá fyrir Dalasýslu hefur verið gefin út, en í ár eru gefnar út nýjar markaskrár fyrir allt landið. Í markaskránni eru skráð 719 eyrnamörk og 69 brennimörk. Eigendur marka eru vel á fjórða hundraðið, velflestir skráðir fyrir einu marki, en allt upp í 10 mörk. Til samanburðar má geta þess að í Markaskrá Dalasýslu 1951 voru skráð 1350 eyrnamörk …

Fjallskil 2012

DalabyggðFréttir

Fjallskilanefndir allra deilda hafa nú allar skilað gangaseðlum. Fyrsta leit verður víðast hvar helgina 15. – 16. september og önnur leit helgina 29. – 30. september. Aukaréttír verða laugardaginn 8. september í Ljárskógarétt í Laxárdal og Tungurétt á Fellsströnd. Vörðufellsrétt á Skógarströnd verður laugardaginn 22. september og Ósrétt sunnudaginn 30. september. Hólmarétt í Hörðudal verður sunnudaginn 16. september. Fellsendarétt í …

Afleysingar á Silfurtúni

DalabyggðFréttir

Vegna veikinda vantar starfsmann í afleysingar við aðhlynningu á Dvalarheimilinu Silfurtúni. Um er að ræða vaktavinnu í 6 – 7 vikur. Starfshlutfall er allt að 90%. Nánari upplýsingar veitir Eyþór Gíslason í síma 898 1251 eða Sveinn Pálsson í síma 430 4700.Umsóknir sendist á netföngin sveitarstjori@dalir.is eða silfurtun@dalir.is Laus störf í Dalabyggð og nágrenni

Menntastoðir

DalabyggðFréttir

Menntastoðir er námsleið fyrir þá sem vilja hefja nám á ný og ná sér í grunnfögin í framhaldsskóla. Um er að ræða fjarnám í 2 annir og hefst með staðlotu föstudaginn 21. september í Borgarnesi. Markmið námsins er að stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til áframhaldandi náms og auðvelda þeim að takast á við ný verkefni. Í náminu er lögð …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 91

DalabyggðFréttir

91. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 4. september 2012 og hefst kl. 17:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 1208035 – Sýslumaðurinn í Borgarnesi – Kæra vegna ágangs búfjár Fundargerðir til staðfestingar 2. 1208024 – Fjallskil Fellsströnd 2012 3. 1208025 – Fjallskil Skógarströnd 2012 4. 1208026 – Fjallskil Suðurdalir 2012 5. 1208030 – Fjallskil Haukadalur 2012 6. 1208031 …

Tónleikar í Leifsbúð

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 1. september kl. 15 verða tónleikar með Ingunni Sigurðardóttir sópran frá Köldukinn og Renötu Ivan píanóleikara í Leifsbúð. Laugardaginn 1. september lýkur sumaropnun í Leifsbúð. Á boðstólum verða því pönnukökur ofl. um daginn og kvöldið.

Skátafélagið Stígandi – kynning

DalabyggðFréttir

Fimmtudaginn 30. ágúst kl. 15:10 verður kynning og innskráning hjá Skátafélaginu Stíganda. Stutt kynning verður í skátaherberginu í Dalabúð á starfsemi félagsins, innskráning og létt dagsskrá. Dagskrá verður lokið kl. 16. Skátastarfið er í boði fyrir börn fædd 2004 og fyrr.

Námskeið í Ólafsdal

DalabyggðFréttir

Tvö námskeið verða um helgina á vegum Ólafsdalsfélagsins. Annars vegar um grænmeti í Tjarnarlundi og grjót- og torfhleðsla í Ólafsdal. Laugardaginn 1. september verður námskeiðið „Grænmeti og góðmeti“ í félagsheimilinu Tjarnarlundi kl. 14. Leiðbeinendur verða Sólveig Eiríksdóttir og Dominique Pledel, Slowfood Reykjavík. Námskeiðsgjald er 8.700 kr. fyrir fullorðna, en 1.000 kr. fyrir börn. Helgina 1. – 2. september verður tveggja …

Átak til atvinnusköpunar

DalabyggðFréttir

Átak til atvinnusköpunar er styrkáætlun iðnaðarráðuneytisins fyrir nýsköpunarverkefni og markaðsaðgerðir starfandi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur umsjón með umsóknarferlinu fyrir hönd iðnaðarráðuneytisins. Markmið verkefnisins er að styðja við þróun nýsköpunarhugmynda á fyrri stigum og við undirbúning og framkvæmd markaðsaðgerða. Styrkir geta að hámarki numið 50% af heildarkostnaði verkefnisins. Mikilvægt er að umsóknir séu vel gerðar og að öll gögn …