Tómstundabæklingur

DalabyggðFréttir

Til stendur að gefa út tómstundabækling fyrir haustið 2012 í Dalabyggð. Þar verða kynntar þær tómstundir sem standa til boða fyrir börn og fullorðna í sveitarfélaginu.
Allir þeir sem vilja kynna námskeið eða viðburði eru hvattir til að senda inn upplýsingar þannig að íbúar geti nálgast upplýsingarnar á einum stað. Hægt verður að nálgast tómstundabæklinginn á heimasíðu Dalabyggðar þegar hann kemur út.
Upplýsingarnar skulu sendar til Svölu Svavarsdóttur á netfangið budardalur@simnet.is eða í síma 861 4466. En hún veitir jafnframt nánari upplýsingar.
Skilafrestur er til miðvikudagsins 29. ágúst.
Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram
1. Heiti námskeiðs / atburðar
2. Stutt lýsing á námskeiði / atburði
3.Nafn leiðbeinanda / þjálfara
4. Staðsetning
5. Tímabil námskeiðs / atburðar, t.d. 1. september – 15. desember
6. Dagar sem námskeiðið fer fram, t.d. þriðjudagar / fimmtudagar
7. Tímasetning, t.d. 16:00 – 17:00
8. Verð, þátttökugjald
9. Ef það þarf að skrá sig, þá þarf að gefa upplýsingar um þann aðila sem skráð er hjá, t.d. netfang eða sími.
10. Ef námskeið innihalda helgaratburði svo sem ferðalög, ferðir á mót, mótahald eða slíkt væri æskilegt fá þær dagsetningar líka.
11. Ef nýlegar myndir úr starfinu eru til þá endilega sendið þær með.
Reynt verður að ná samkomulagi um breyttar tímasetningar, ef fleira en eitt er á dagskrá á sama tíma fyrir sama aldurshóp.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei