Svavar Knútur á Laugum

DalabyggðFréttir

Svavar Knútur Kristinsson verður með tónleika á Laugum í Sælingsdal fimmtudaginn 9. ágúst, kl. 21. Á tónleikunum mun Svavar leika úrval frumsaminna laga úr eigin safni og syngja um lífið og tilveruna. Matreiðslumaður hótelsins mun bjóða upp á uppáhaldsrétt Svavars, bjúgu frá Stað í Reykhólasveit með nýjum íslenskum kartöflum og uppstúf. Einnig verða sérvaldir ostar úr héraði á boðstólum. Salurinn …

Ólafsdalshátíð

DalabyggðFréttir

Árleg Ólafsdalshátíð verður haldin sunnudaginn 12. ágúst kl. 13.00 – 17:30. Aðgangur er ókeypis. Gestum er bent á að netsamband er stopult í Ólafsdal og því skynsamlegt að hafa með sér lausafé til að versla eða taka þátt í happdrætti. Dagskrá 10:30 Undanfari hátíðar. Gönguferð í Skálina. Gengið upp í skálina í Ólafsdal og spáð í örnefni, byggingar og staðhætti …

Tómas R og Ómar að Laugum

DalabyggðFréttir

Kontrabassaleikarinn Tómas R. Einarsson og gítarleikarinn Ómar Guðjónsson spila á tónleikum á Hótel Eddu, Laugum í Sælingsdal fimmtudagskvöldið 2. ágúst kl. 21.00. Þeir félagar munu leika fjölbreytta tónlist, þar á meðal latíntónlist og sveifludjass. Gestum stendur til boða að gæða sér á saltfiskrétti úr uppskriftasafni Tómasar R. meðan á tónleikunum stendur. Dalamaðurinn og kontrabassaleikarinn Tómas R. Einarsson hefur gefið út …

Námskeið Ólafsdalsfélagsins

DalabyggðFréttir

Á vegum Ólafsdalsfélagsins eru fyrirhuguð einn fyrirlestur og fjögur námskeið í ágúst og september. Á sjálfan Ólafsdalsdaginn, sunnudaginn 12. ágúst, verður kynning á verkefninu „Eyðibýli og tóm hús á Íslandi“ í Ólafsdal kl. 17. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir. Hægt er að fylgjast með verkefninu á Facebook. Laugardaginn 18. ágúst verður námskeiðið „Sölvafjara og sushi“ í Tjarnarlundi kl. 15. Leiðbeinendur …

Bitrufjörður – Ólafsdalur

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 28. júlí verður farin skemmtileg og fræðandi gönguferð á vegum Ólafsdalsfélagsins frá Snartartungu í Bitrufirði yfir í Ólafsdal í Gilsfirði. Lagt verður af stað með rútu(m) frá Ólafsdal stundvíslega kl. 8. Ekið yfir Steinadalsheiði og að Snartartungu í Bitrufirði. Gönguferðir hefst við Snartartungu um kl. 9.40. Þaðan verður gengið upp Norðdal (aflíðandi) upp á Hvarfdalshraun. Matarhlé verður um kl. …

Íbúð til leigu

DalabyggðFréttir

Íbúðin að Sunnubraut 1a í Búðardal er laus til leigu. Íbúðin er félagsleg íbúð, fjögur herbergi og 102,5 m2. Rafrænt umsóknareyðublað og reglur um úthlutun leiguíbúða eru á vef Dalabyggðar. Umsóknarfrestur er til 31. júlí. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Dalabyggðar, í síma 430 4700 eða á netfanginu dalir@dalir.is Sveitarstjóri Dalabyggðar

Reykhóladagar

DalabyggðFréttir

Reykhóladagar 2012 byrja á fimmtudagskvöldið og standa yfir fram á sunnudag. Dagskráin er fjölbreytt að vanda. Ratleikur, kvikmyndasýningar, Reykjanesmaraþon, hæfileikakeppni, spurningakeppni, þarabolti, dráttarvélakeppni, kvöldskemmtun, dansleikur og ýmislegt fleira. Dagskrá Reykhóladaga

Delizie Italiane á Laugum

DalabyggðFréttir

Tríóið Delizie Italiane heldur tónleika á Hótel Eddu að Laugum í Sælingsdal miðvikudaginn 25. júlí kl. 20. Aðgangur er ókeypis. Delizie Italiane er tríó sem var stofnað í kringum áhuga tónlistarmannanna á víni, matargerð og suðrænni menningu. Tónlistin er ljúf og þægileg. Á meðan á tónleikunum stendur býður Hótel Edda upp á mat úr smiðju tríósins frá Napóli á hóflegu …

Saga Breiðafjarðar

DalabyggðFréttir

Fyrirlestri dr. Sverris Jakobssonar um sögu Breiðafjarðar er vera átti laugardaginn 21. júlí að Nýp á Skarðsströnd er frestað. Ný dagsetning verður auglýst bráðlega.

Lausar stöður við Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Lausar eru tvær stöður við Auðarskóla í leikskóla og grunnskóla. Starfsmaður leikskóla Laus er 100 % staða leikskólakennara/leiðbeinanda í leikskóla Auðarskóla. Starfsmaðurinn starfar með börnum í leik og starfi undir stjórn deildarstjóra og framfylgir námskrá leikskólans. Viðkomandi þarf að hafa góða samstarfshæfni, vera sveigjanlegur í starfi og með jákvæð lífsviðhorf. Ef umsækjandi er ekki með uppeldismenntun er æskilegt að hann …