Delizie Italiane á Laugum

DalabyggðFréttir

Tríóið Delizie Italiane heldur tónleika á Hótel Eddu að Laugum í Sælingsdal miðvikudaginn 25. júlí kl. 20. Aðgangur er ókeypis.
Delizie Italiane er tríó sem var stofnað í kringum áhuga tónlistarmannanna á víni, matargerð og suðrænni menningu. Tónlistin er ljúf og þægileg.
Á meðan á tónleikunum stendur býður Hótel Edda upp á mat úr smiðju tríósins frá Napóli á hóflegu verði. „Spagetti cozza“ (spaghetti með kræklingi og „fromaggi“ (úrval osta).
Nánari upplýsingar í síma 444 4930 eða á laugar@hoteledda.is

Hótel Edda

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei