Umsækjendur um Dalaprestakall

DalabyggðFréttir

Fjórir umsækjendur eru um embætti sóknarprests í Dalaprestakalli.
Frestur til að sækja um rann út þann 3. júlí síðastliðinn. Embættið veitist frá 1. ágúst 2012.
Umsækjendur eru Cand. theol. Anna Eiríksdóttir, Cand. theol. Jóhanna Magnúsdóttir, Cand. theol. Salvar Geir Guðgeirsson og séra Torfi K. Stefánsson Hjaltalín.
Biskup Íslands skipar í embættið að fenginni niðurstöðu valnefndar. Valnefnd skipa níu manns úr prestakallinu og prófastur Vesturlandsprófastsdæmis.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei