Bæjarhátíð – kassabílarallý

DalabyggðFréttir

Fyrsta kassabílarallý KM-þjónustunnar verður haldið á bæjarhátíðinni í Búðardal helgina 6. – 8. júlí. Ekkert aldurstakmark er í keppnina. Foreldrar, afar og ömmur eru sérstaklega hvött til að aðstoða unga ökuþóra með þáttöku og smíðar. Eftir kl. 17 þriðjudaginn 3. júlí geta keppendur komið með fararskjóta sína í KM-þjónustuna og fengið faglega aðstoð við að leggja lokahönd á smíðina og …

Kjörfundur

DalabyggðFréttir

Kjörfundur í Dalabyggð vegna kosninga til embættis forseta Íslands verður haldinn laugardaginn 30. júní 2012 kl. 10-20 í Héraðsbókasafni Dalasýslu, Miðbraut 11, Búðardal. Kjósendum ber að framvísa persónuskilríkjum á kjörstað. Nánari upplýsingar um kosningarnar er að finna á kosningavef innanríkisráðuneytisins. Kjörstjórn Dalabyggðar

Eyðibýli á Íslandi

DalabyggðFréttir

Í sveitum landsins er fjöldi eyðibýla og yfirgefinna íbúðarhúsa sem mörg hver eru vel byggð og geyma merka sögu. Markmið verkefnisins Eyðibýli á Íslandi er að rannsaka og skrá umfang og menningarlegt vægi eyðibýla og annarra yfirgefinna íbúðarhúsa í sveitum landsins. Jafnframt að stuðla að björgun áhugaverðra og byggingarsögulega mikilvægra húsa, m.a. með endurgerð og nýtingu í ferðaþjónustu. Fyrstu skref …

Kjörskrá

DalabyggðFréttir

Kjörskrá vegna forsetakosninga 30. júní mun liggja frammi á skrifstofu Dalabyggðar á opnunartímum frá og með mánudeginum 18. júní.

Héraðsbókasafn

DalabyggðFréttir

Héraðsbókasafn Dalasýslu verður lokað frá 25. júní til og með 13. ágúst vegna sumarfrís. Notendur safnsins eru hvattir til að koma og birgja sig upp af bókum, ef svo ólíklega vildi til að það kæmu rigningardagar. Tvær opnanir eru eftir fram að fríi, 19. og 21. júní.

Fálkaorða Halldórs

DalabyggðFréttir

Forseti Íslands sæmdi ellefu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.Þar á meðal var Halldór Þorgils Þórðarson frá Breiðabólsstað fyrir störf í þágu tónlistar og tónlistarmenntunar í Dölum. Halldór er afar vel að þessari veitingu kominn, enda hefur hann átt stóran þátt í tónlistarlífi Dalamanna síðastliðna áratugi. Hann hefur verið tónlistarkennari, skólastjóri, organisti, kórstjóri, harmonikkuleikari og á …

Skrifstofa Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Vegna sumarleyfa starfsmanna verður skrifstofa Dalabyggðar lokuð frá hádegi, kl. 12, vikuna 18. – 22. júní.

17. júní hátíðarhöld

DalabyggðFréttir

Hefðbundin hátíðarhöld verða í Búðardal og í Saurbænum á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Þjóðhátíðardaginn 17. júní verður safnast saman við Silfurtún kl. 13. Börnin fá þar fána og blöðrur. Skrúðganga verður að mótsvæði Glaðs þar sem hlé verður gert á dagskrá hestaþings. Á reiðvellinum verður hefðbundin hátíðardagskrá. Ávarp fjallkonunnar, hátíðarræða og hoppukastalar fyrir börnin við eða í reiðhöllinni. Miðdegiskaffi verður síðan …

Dagur hinna villtu blóma

DalabyggðFréttir

Dagur hinna villtu blóma verður haldinn sunnudaginn 17. júní. Þá gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í um tveggja tíma gönguferð með leiðsögn um algengustu plöntur án endurgjalds. Hér í Dölum verður farið í göngu á Skarðsströndinni í þriðja sinn. Mæting er kl. 10 að Ytri-Fagradal á Skarðsströnd. Gengið verður upp Nónhlíð á brún Fagradalsfjalls að …

Sönglagakeppni Reykhóladaga

DalabyggðFréttir

Sönglagakeppni Reykhóladaga verður í íþróttahúsinu á Reykhólum föstudaginn 15. júní, kl. 20. Keppt verður um lag Reykhóladaga 2012 og munu áhorfendur kjósa besta lagið. Aðgangseyrir verður 500 kr fyrir fullorðna, 250 kr fyrir 13-16 ára og 100 kr fyrir yngri. Allur ágóði rennur til Reykhóladaga. Ungmennafélagið Afturelding verður með sjoppu.