Héraðsbókasafn Dalasýslu verður lokað frá 25. júní til og með 13. ágúst vegna sumarfrís. Notendur safnsins eru hvattir til að koma og birgja sig upp af bókum, ef svo ólíklega vildi til að það kæmu rigningardagar. Tvær opnanir eru eftir fram að fríi, 19. og 21. júní.
Fálkaorða Halldórs
Forseti Íslands sæmdi ellefu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.Þar á meðal var Halldór Þorgils Þórðarson frá Breiðabólsstað fyrir störf í þágu tónlistar og tónlistarmenntunar í Dölum. Halldór er afar vel að þessari veitingu kominn, enda hefur hann átt stóran þátt í tónlistarlífi Dalamanna síðastliðna áratugi. Hann hefur verið tónlistarkennari, skólastjóri, organisti, kórstjóri, harmonikkuleikari og á …
Skrifstofa Dalabyggðar
Vegna sumarleyfa starfsmanna verður skrifstofa Dalabyggðar lokuð frá hádegi, kl. 12, vikuna 18. – 22. júní.
17. júní hátíðarhöld
Hefðbundin hátíðarhöld verða í Búðardal og í Saurbænum á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Þjóðhátíðardaginn 17. júní verður safnast saman við Silfurtún kl. 13. Börnin fá þar fána og blöðrur. Skrúðganga verður að mótsvæði Glaðs þar sem hlé verður gert á dagskrá hestaþings. Á reiðvellinum verður hefðbundin hátíðardagskrá. Ávarp fjallkonunnar, hátíðarræða og hoppukastalar fyrir börnin við eða í reiðhöllinni. Miðdegiskaffi verður síðan …
Dagur hinna villtu blóma
Dagur hinna villtu blóma verður haldinn sunnudaginn 17. júní. Þá gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í um tveggja tíma gönguferð með leiðsögn um algengustu plöntur án endurgjalds. Hér í Dölum verður farið í göngu á Skarðsströndinni í þriðja sinn. Mæting er kl. 10 að Ytri-Fagradal á Skarðsströnd. Gengið verður upp Nónhlíð á brún Fagradalsfjalls að …
Sönglagakeppni Reykhóladaga
Sönglagakeppni Reykhóladaga verður í íþróttahúsinu á Reykhólum föstudaginn 15. júní, kl. 20. Keppt verður um lag Reykhóladaga 2012 og munu áhorfendur kjósa besta lagið. Aðgangseyrir verður 500 kr fyrir fullorðna, 250 kr fyrir 13-16 ára og 100 kr fyrir yngri. Allur ágóði rennur til Reykhóladaga. Ungmennafélagið Afturelding verður með sjoppu.
Könnun á ferðavenjum á Vesturlandi
Nú eru fyrirhugaðar breytingar á kerfi almenningssamgangna á Vesturlandi. Af því tilefni vinnur UMÍS ehf. Environice að könnun á viðhorfum íbúa til breyttra ferðavenja með tilkomu nýja kerfisins. Markmiðið er að kanna umhverfislegan ávinning af breyttum almenningssamgöngum m.t.t. þess hvort breytingarnar geti leitt til minnkunar á losun gróðurhúsalofttegunda. Í þessum tilgangi er send spurningakönnun til íbúa á öllu Vesturlandi. Könnunin …
Hestaþing Glaðs
Hestaþing Glaðs verður haldið á reiðvellinum í Búðardal dagana 16. – 17. júní. Mótið hefst kl. 10, laugardaginn 16. júní á forkeppni og kl. 20 verða kappreiðar, A-úrslit, tölt og ræktunarbússýningar. Sunnudaginn 17. júní hefjast síðan úrslit. Mótið er opið öllum.peningaverðlaun í töltinu og í öllum greinum kappreiða. Nánari upplýsingar um dagskrá, skráningu, ráslista og fleira má finna á heimasíðu …
Krásir
Verkefnið Krásir er þróunarverkefni í svæðisbundinni matargerð þar sem boðið er upp á faglegan og fjárhagslegan stuðnings við þróun og sölu matvæla og matartengdra upplifana fyrir ferðamenn. Verkefnið er samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Ferðamálastofu. Þátttaka í verkefninu er opin einstaklingum og litlum fyrirtækjum á landsbyggðinni sem óska eftir að vinna við þróun á matvörum eða matartengdri ferðaþjónustu. Afurðirnar þurfa að …
Bæjarhátíð
Bæjarhátíð í Búðardal verður haldin helgina 6.-8. júlí næstkomandi.Hátíðin verður með svipuðu sniði og fyrir tveimur árum og byggist upp á þáttöku heimamanna og annarra velunnara. Í boði verður tónlist af ýmsu tagi, kjötsúpukvöld, markaður, sýningar, kvöldvaka, dansleikur með Skítamóral og Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu mun vera með viðburð. Fyrir þá sem vilja taka þátt í dagskránni á einhvern hátt …