Krásir

DalabyggðFréttir

Verkefnið Krásir er þróunarverkefni í svæðisbundinni matargerð þar sem boðið er upp á faglegan og fjárhagslegan stuðnings við þróun og sölu matvæla og matartengdra upplifana fyrir ferðamenn. Verkefnið er samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Ferðamálastofu.

Þátttaka í verkefninu er opin einstaklingum og litlum fyrirtækjum á landsbyggðinni sem óska eftir að vinna við þróun á matvörum eða matartengdri ferðaþjónustu.
Afurðirnar þurfa að vera ákveðin nýjung, en hafa um leið sterka skírskotun til viðkomandi svæða eða menningar. Verkefnin þurfa einnig að vera í sterkum tengslum við ferðaþjónustu, t.d. með sölu beint til ferðamanna, á hótelum, gististöðum eða í veitingahúsum á landsbyggðinni.
Umsóknarfrestur er til og með 18. júní 2012.
Ítarlegri upplýsingar er að finna á heimasíðu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei