17. júní hátíðarhöld

DalabyggðFréttir

Hefðbundin hátíðarhöld verða í Búðardal og í Saurbænum á þjóðhátíðardaginn 17. júní.

Þjóðhátíðardaginn 17. júní verður safnast saman við Silfurtún kl. 13. Börnin fá þar fána og blöðrur.
Skrúðganga verður að mótsvæði Glaðs þar sem hlé verður gert á dagskrá hestaþings.
Á reiðvellinum verður hefðbundin hátíðardagskrá. Ávarp fjallkonunnar, hátíðarræða og hoppukastalar fyrir börnin við eða í reiðhöllinni.
Miðdegiskaffi verður síðan í Leifsbúð.
Hefðbundin 17. júní hátíðarhöld verða í Saurbænum að vanda.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei