Sveitarstjórnarfundur

DalabyggðFréttir

88. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 12. júní 2012 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1. Kjör oddvita og varaoddvita 2. Skipun í nefndir og ráð 3. Jarðvangur Ljósufjalla 4. Breiðafjarðarnefnd – tilnefning fulltrúa 5. Aflið – styrkbeiðni Almenn mál – umsagnir og vísanir 6. Samvera fjölskyldunnar 7. Umsókn um rekstrarleyfi – umsögn Fundargerðir …

Vorhátíð Silfurtúns

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 9. júní kl. 14 verður vorhátíð Silfurtúns haldin. Fjölbreytt dagskrá er í boði. Nikkolína spilar, Kór eldri borgara syngur, Rjómabúið Erpsstöðum kemur með vörur, félagar í Glaði teyma undir, Toni verður með ljósmyndasýningu og heimilisfólk Silfurtúns sýnir handverk vetrarins. Allir eru velkomnir að Silfurtúni þennan dag og njóta sumarsins í góðum félagsskap.

Sérfræðingar

DalabyggðFréttir

Háls- nef- og eyrnalæknir verður á heislugæslustöðinni í Búðardal 8. júní og augnlæknir á Reykhólum og Búðardal 13.-14. júní næstkomandi. Þórir Bergmundsson háls-, nef- og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilsugæslustöðinni í Búðardal föstudaginn 8. júní. Guðrún J. Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á Heilsugæslustöðinni á Reykhólum miðvikudaginn 13. júní og á Heilsugæslustöðinni í Búðardal fimmtudaginn 14. júní. Tímapantanir eru …

budardalur.is

DalabyggðFréttir

Formleg opnun á vefnum www.budardalur.is verður mánudagskvöldið 28. maí, annan í hvítasunnu, kl.20 í Leifsbúð. Þar gefst fólki kostur á því að koma með spurningar varðandi verkefnið eða koma á framfæri hugmyndum sem snúa að verkefninu. Undirbúningur vefsíðunnar Búðardalur.is – Menningarmiðja Dalanna hefur verið í gangi í um það bil eitt ár. Um er að ræða vettvang þar sem safnað …

Kveðjumessa sr. Óskars

DalabyggðFréttir

Kveðjumessa séra Óskars Inga verður í Hjarðarholtskirkju annan í hvítasunnu klukkan 14. Kaffi verður eftir athöfnina í Leifsbúð. Sr. Óskar Ingi hefur verið prestur hér í Dölum síðastliðin 17 ár, en er nú á förum. Eins og flestum mun nú kunnugt hefur hann verið skipaður í embætti sóknarprests í Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalli frá 1. júní. Auglýst verður síðar hver muni …

Skrifstofa Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Skrifstofa Dalabyggðar verður lokuð í dag, föstudaginn 11. maí, vegna námsferðar starfsmanna.

Sveitarstjórnarfundur nr. 87

DalabyggðFréttir

87. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 15. maí 2012 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1. Ársreikningur 2011. 2. Framkvæmdir – lántaka. 3. Bréf Landgræðslunnar dags. 02.05.2012 varðandi fjárskil og afréttarmálefni. 4. Landskerfi bókasafna – aðalfundarboð. Fundargerðir til staðfestingar 5. Menningar- og ferðamálanefnd Dalabyggðar nr. 37. Fundargerðir til kynningar 6. Samband íslenskar sveitarfélaga – …

Erling tannlæknir hættir

DalabyggðFréttir

Erling tannlæknir mun hætta starfsemi sinni hér í Búðardal og víðar í júlímánuði. Hér að neðan er kveðjubréf Erlings og fjölskyldu. Kveðjubréf Erlings og fjölskyldu Kæru vinir, viðskiptavinir og aðrir í Húnaþingi vestra, Dölum og Hólmavík.Nú er komið að tímamótum hjá okkur fjölskyldunni á Hvammstanga. Ég hef starfað á Hvammstanga í 8 góð ár, byggt upp tannlæknastofuna þar, sem og …

Deildarstjóri á leikskóla

DalabyggðFréttir

Við leikskóladeild Auðarskóla er laus staða deildarstjóra frá og með 1. ágúst næstkomandi. Umsóknarfrestur er til 31. maí nk. Nánari upplýsingar veitir Eyjólfur Sturlaugsson skólastjóri í síma 434-1133 eða á netfanginu eyjolfur@audarskoli.is. Viðamiklar upplýsingar um leikskólann er að finna á www.audarskoli.is

Hjúkrunarforstjóri

DalabyggðFréttir

Starf hjúkrunarforstjóra Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns í Búðardal er laust til umsóknar. Umsækjendur skulu hafa háskólapróf í hjúkrunarfræði. Nám og/eða reynsla í stjórnun er kostur. Ráðið verður í starfið frá 1. september 2012. Umsóknarfrestur er til og með 31. maí. Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á netfangið sveitarstjori@dalir.is eða á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, 370 Búðardal. Nánari upplýsingar veitir Sveinn Pálsson …