Vorhátíð Silfurtúns

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 9. júní kl. 14 verður vorhátíð Silfurtúns haldin.
Fjölbreytt dagskrá er í boði. Nikkolína spilar, Kór eldri borgara syngur, Rjómabúið Erpsstöðum kemur með vörur, félagar í Glaði teyma undir, Toni verður með ljósmyndasýningu og heimilisfólk Silfurtúns sýnir handverk vetrarins.
Allir eru velkomnir að Silfurtúni þennan dag og njóta sumarsins í góðum félagsskap.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei