Guðþjónustur yfir hátíðirnar

DalabyggðFréttir

Guðþjónustur verða í flestum kirkjum héraðsins um jól og nýár. Auk þess sem helgistundir verða á Fellsenda og Silfurtúni. Aðfangadagur 24. desember Helgistund verður á hjúkrunarheimilinu Fellsenda í Miðdölum kl. 14 á aðfangadag. Prestur er sr. Óskar Ingi Ingason. Aftansöngur verður í Hjarðarholtskirkju í Laxárdal kl. 18 á aðfangadagskvöld. Prestur er sr. Óskar Ingi Ingason. Organisti er Halldór Þorgils Þórðarson …

Gott kvöld

DalabyggðFréttir

Leikfélag Hólmavíkur sýnir barnaleikritið Gott kvöld eftir Áslaugu Jónsdóttur um hátíðirnar. Leikarar eru 22 og flestir þeirra á grunnskólaaldri, en reynsluboltar úr leikfélaginu taka einnig þátt í sýningunni. Leikstjóri er Kristín Sigurrós Einarsdóttir á Hólmavík. Í leikritinu segir frá hugmyndaríkum strák sem er aleinn heima um kvöld með bangsa sér til halds og trausts, þegar pabbi skreppur að sækja mömmu. …

FSD á ferð

DalabyggðFréttir

Á stórri hátíð eins og haustfagnaði FSD safnast fyrir ýmis konar rusl og sumu af því má koma í pening. Stjórn félagsins ákvað að gefa leikskóladeild Auðarskóla ágóðann af sölu dósa sem söfnuðust á síðasta haustfagnaði, 40.000 kr. Eyjólfur Sturlaugsson skólastjóri Auðarskóla tók við gjöfinni fyrir leikskóladeildina. Og þar sem stjórnin var á annað borð komin á þvæling var komið …

Tómstundabæklingur vor 2012

DalabyggðFréttir

Nú er komið að útgáfu tómstundabæklings fyrir vor 2012 í Dalabyggð. Það kostar ekkert að vera með en er til mikillar hagræðingar fyrir foreldra og þátttakendur að hafa allt framboð á námskeiðum og viðburðum á einum stað. Þeir sem vilja auglýsa námskeið og/eða atburð geta sent haft samband við Svölu Svavarsdóttir í síma 861 4466 eða á netfangið budardalur @ …

Skátafélagið Stígandi

DalabyggðFréttir

Mikið er ætíð um að vera hjá skátafélaginu Stíganda og hefur engin undantekning verið þar á í haust. Jólavaka Foreldrum, systkinum og öðrum var boðið á jólavöku í Dalabúð og var góð mæting. Dróttskátar stjórnuðu jólavöku og jólasveinninn kom í heimsókn. Skátarnir voru búnir að útbúa skemmtiatriði. Friðarloginn var móttekinn enn á ný af áralöngum sið. Fálkaskátastelpur fóru eftir jólavökuna …

Sveitarstjórn Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

81. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 20. desember 2011 og hefst kl. 17 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá 1. Skýrsla sveitarstjóra. Fundargerðir til staðfestingar2. Fundargerð 97. fundar byggðarráðs frá 22.11.2011. 3. Fundargerð 98. fundar byggðarráðs frá 7.12.2011. 4. Fundargerð 99. fundar byggðarráðs frá 13.12.2011. 5. Fundargerð 43. fundar fræðslunefndar frá 8.12.2011. 6. Fundargerð 33. fundar Menningar- og ferðamálanefndar frá …

Jólatréssala í Grafarkoti

DalabyggðFréttir

Jólatrésala Björgunarsveitarinnar Heiðars og Skógræktarfélags Borgarfjarðar verður í Grafarkoti laugardaginn 17. desember kl. 12-16 og sunnudaginn 18. desember kl. 12-16. Björgunarsveitarmenn verða á staðnum til aðstoðar. Tilvalið að fá sér gönguferð um skóginn í vetrarskrúða og velja jólatré. Athugið að salan er ekki í Daníelslundi heldur Grafarkoti.

Jólabasar Gallerí Fellsenda

DalabyggðFréttir

Jólabasar Gallerí Fellsenda verður haldinn 15. desember í gamla húsinu á Fellsenda, milli klukkan 14 og 18. Fallegt handverk, heitt kakó og piparkökur verða á boðstólnum. Athugðið að það er ekki posi á staðnum. Allir eru velkomnir á jólabasarinn.

Sýning á sýsluskrifstofu

DalabyggðFréttir

Leikskóladeild Auðarskóla er nú með sýningu á verkum sínum á skrifstofu Sýslumannsins í Búðardal og á Héraðsbókasafninu. Fyrir helgi komu nokkrir sérfræðingar í jólaskreytingum frá leikskólanum og tóku að sér að yfirfara og bæta jólaskreytingar starfsmanna. Hugrún Otkatla bókavörður tók þá nokkrar myndir sem sjá má í myndasafninu. Myndasafn

Félagsleg liðveisla

DalabyggðFréttir

Starfsmaður óskast í félagslega liðveislu í Búðardal. Um er að ræða þrjá föstudaga í mánuði kl. 12-17. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og SDS. Nánari upplýsingar veitir Sveinn Pálsson sveitarstjóri í síma 430 4700 eða Inga Vildís Bjarnadóttir félagsráðgjafi í síma 433 7100. Umsóknir sendist á netfangið sveitarstjori@dalir.is eða á skrifstofu Dalabyggðar, bt. sveitarstjóra, Miðbraut 11, 370 Búðardal.