FSD á ferð

DalabyggðFréttir

Á stórri hátíð eins og haustfagnaði FSD safnast fyrir ýmis konar rusl og sumu af því má koma í pening.
Stjórn félagsins ákvað að gefa leikskóladeild Auðarskóla ágóðann af sölu dósa sem söfnuðust á síðasta haustfagnaði, 40.000 kr. Eyjólfur Sturlaugsson skólastjóri Auðarskóla tók við gjöfinni fyrir leikskóladeildina.
Og þar sem stjórnin var á annað borð komin á þvæling var komið við á Silfurtúni með fuglafóður í fararteskinu. Stjórnin hafði frétt eftir krókaleiðum af skorti á fuglafóðri meðal fuglaáhugamanna á heimilinu. Þar sem velflestir bændur hér í Dölum eru ötulir að gefa smáfuglunum, sáu þeir strax að ekki væri hægt að láta margra áratuga reynslu í fóðrun smáfugla vera ónýtta.
Ennfremur var farið með fuglafóður á Fellsenda til handa íbúum þar og virkja þannig sem flesta í að fóðra smáfuglana, ekki veitir af.

Í heimsókn á Silfurtúni

Snjótittlingur við hlaðborð
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei