Guðþjónustur yfir hátíðirnar

DalabyggðFréttir

Guðþjónustur verða í flestum kirkjum héraðsins um jól og nýár. Auk þess sem helgistundir verða á Fellsenda og Silfurtúni.

Aðfangadagur 24. desember

Helgistund verður á hjúkrunarheimilinu Fellsenda í Miðdölum kl. 14 á aðfangadag. Prestur er sr. Óskar Ingi Ingason.
Aftansöngur verður í Hjarðarholtskirkju í Laxárdal kl. 18 á aðfangadagskvöld. Prestur er sr. Óskar Ingi Ingason. Organisti er Halldór Þorgils Þórðarson og kirkjukór Dalaprestakalls leiðir sönginn.

Jóladagur 25. desember

Hátíðarguðþjónusta verður í Staðarfellskirkju á Fellsströnd kl. 17 á jóladag. Prestur er sr. Óskar Ingi Ingason. Organisti er Halldór Þorgils Þórðarson og kirkjukór Dalaprestakalls leiðir sönginn.
Kertaguðþjónusta verður í Kvennabrekkukirkju í Miðdölum kl. 20:30 á jóladag. Í kertaguðþjónustu er reynt að nota eingöngu kertaljós. Prestur er sr. Óskar Ingi Ingason. Organisti er Halldór Þorgils Þórðarson.

Annar í jólum, 26. desember

Hátíðarguðþjónusta verður í Breiðabólsstaðarkirkju á Skógarströnd kl. 14 á öðrum degi jóla. Prestur er sr. Gunnar Eiríkur Hauksson.
Fjölskylduguðþjónusta verður í Hvammskirkju í Hvammssveit kl. 14 á öðrum degi jóla. Fjölskylduguðþjónusta er að forminu til hefðbundin guðþjónusta, en með léttara yfirbragði sem hentar ekki síst börnunum. Prestur er sr. Óskar Ingi Ingason. Organisti er Halldór Þorgils Þórðarson.
Hátíðarguðþjónusta verður í Staðarhólskirkju í Saurbæ kl. 15 á öðrum degi jóla. Sóknarprestur er sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir. Organisti er Kristján Ingi Arnarsson og félagar úr kór Reykhólaprestakalls syngja.
Hátíðarguðþjónusta verður í Skarðskirkju á Skarðsströnd kl. 17 á öðrum degi jóla. Sóknarprestur er sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir. Organisti er Kristján Ingi Arnarsson og félagar úr kór Reykhólaprestakalls syngja.

Þriðji í jólum, 27. desember

Helgistund verður dvalar- og hjúkrunarheimilinu Silfurtúni í Búðardal kl. 14 á þriðja degi jóla. Prestur er sr. Óskar Ingi Ingason.

Gamlársdagur, 31. desember

Hátíðarguðþjónusta verður í Snóksdalskirkju, sóknarkirkju Hörðdælinga, kl. 14 á gamlársdag. Prestur er sr. Óskar Ingi Ingason. Organisti Halldór Þorgils Þórðarson og kirkjukór Dalaprestakalls leiðir sönginn.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei