Námskeið í leðursaum

DalabyggðFréttir

Fyrirhugað er námskeið í leðursaum í Auðarskóla föstudaginn 1. apríl kl. 19–22 og laugardaginn 2. apríl kl. 10–16. Námskeiðið kostar 15.000. Efni er ekki innifalið, en efni og áhöld verða á staðnum. Leiðbeinandi verður Margrét Eggertsdóttir. Áhugasamir láti vita um þátttöku fyrir þriðjudaginn 29. mars í síma 822 9549 (Anna Lísa) og 861 9848 (Linda).

Námskeið um sjúkdóma á sauðburði og burðarhjálp

DalabyggðFréttir

Félögum sauðfjárbænda á Snæfellsnesi, í Borgarfirði og Dölum er boðið upp á stutt námskeið í tilefni þess að Landbúnaðarháskóli Íslands leiðir nú tveggja ára fjölþjóðlegt verkefni um sauðfjárrækt í víðu samhengi. Námskeiðið verður haldið í Leifsbúð í Búðardal 4. og 11. apríl, kl. 20-22. Að námskeiðinu stendur LbhÍ í samstarfi við Búnaðarsamtök Vesturlands og héraðsdýralækni. Skráningar þurfa helst að berast …

Ársþing UDN

DalabyggðFréttir

Nítugasta ársþing UDN (Ungmennasamband Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga) var haldið 21. mars á Reykhólum. Aðildarfélög UDN eru ungmennafélögin Afturelding, Dögun, Stjarnan, Ólafur Pái, og Æskan, Glímufélag Dalamanna, Golfklúbburinn í Dölum, auk hestamannafélaganna Glaðs og Kinnskærs. Sérstakir gestir þingsins voru Helga G. Guðjónsdóttir formaður Ungmennafélags Íslands og Sæmundur Runólfsson framkvæmdastjóri þess. Finnbogi Harðarson á Sauðafelli var endurkjörinn formaður UDN. Aðrir í aðalstjórn …

Auðarskóli – Árshátíð

DalabyggðFréttir

Árshátíð grunnskóladeildar Auðarskóla í Búðardal verður fimmtudaginn 31. mars í Dalabúð, kl. 18. Gert er ráð fyrir því að allir nemendur grunnskóladeildarinnar komi til með að taka þátt með einum eða öðrum hætti og er undirbúningur á fullu. Þannig að nú er bara fyrir alla foreldra, systkini, ömmur, afa, frændur og frænkur að mæta á árshátíðina og skemmta sér. Miðaverð …

Auðarskóli – Upplestrarkeppni

DalabyggðFréttir

Stóra upplestrarkeppnin var haldin í Auðarskóla á föstudaginn. Keppendur úr 7. bekk voru átta að þessu sinni. Keppendur stóðu sig afar vel og var keppnin óvenjulega tvísýn þetta árið. Tveir þátttakendur voru valdir til að keppa á lokahátíðinni ásamt einum varamanni.Fyrir valinu urðu Benedikt Máni Finnsson og Kristín Þórarinsdóttir. Varamaður þeirra verður Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir. Dómarar voru Björn Stefánsson, Valdís …

Jörfagleði 2011 – markaður

DalabyggðFréttir

Á Jörfagleði verður markaðsdagur í Björgunarsveitarhúsinu, laugardaginn 16. apríl, milli kl. 12 og 18. Allir þeir sem áhuga hafa á kynna og/eða selja vöru sína eða þjónustu eru beðnir um að hafa samband við Herdísi í síma 695 0317 eða senda póst á netfangið jorfagledi2011@gmail.com. Nú þegar eru farnar að berast skráningar til nefndarinnar. Þátttakan var frábær á síðustu hátíð …

Hart í búi hjá smáfuglunum

DalabyggðFréttir

Nú er hart í búi hjá smáfuglunum og oft á tíðum djúpt að kafa í snjóinn eftir æti. Víðast hvar eru þeir á fóðrum þessa dagana, en sakar ekki að minna þá á sem hafa gleymt sér. Varðandi nánari upplýsingar og leiðbeiningar um fóðrun smáfugla er vísað á heimasíðu Fuglaverndarfélags Íslands.

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð

DalabyggðFréttir

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð verður á tónleikaferðalagi um Vesturland og Strandir dagana 26. – 28. mars. Kórinn heldur tónleika í félagsheimilinu Dalabúð í Búðardal laugardaginn 26. mars kl. 17 og í Auðarskóla mánudaginn 27. mars kl. 14:30. Aðgangur er ókeypis á alla tónleikana. Á efnisskrá kórsins í tónleikaferðinni um Vesturland eru íslensk og erlend tónverk m. a. eftir J. S. …

Úthlutun Menningarráðs Vesturlands

DalabyggðFréttir

Menningarráð Vesturlands úthlutaði hæstu styrkjum að þessu sinni í Mennta- og menningarhúsi Borgarbyggðar á föstudaginn var.   Í ræðu Jóns Pálma Pálssonar formanns menningarráðs kom fram að það er búið að úthluta 160 milljónum króna á þeim 6 árum sem Menningarráð Vesturlands hefur starfað.   Framlög úr ríkissjóði til ráðsins eru 23,4 millj. á árinu 2011 sem er 2,6 milljón …

Leiðbeinandi í æfingasal Ólafs Páa

DalabyggðFréttir

Miðvikudaginn 23. mars n.k. verður leiðbeinandi í æfingasal Ólafs Páa frá kl. 19:30 til 20:30. Áskrifendur af lyklum geta komið og fengið leiðbeiningar hvernig á að nota tæki og búnað í salnum. Einnig eru allir velkomnir að koma og kynna sér salinn og prófa að æfa þó svo þeir séu ekki með áskrift að lykli. Leiðbeinandi í sal er Einar …