Listasýning verður á Fellsenda fimmtudaginn 16. desember, klukkan 15-17. Frá því í október á þessu ári hafa nemendur frá Fellsenda stundað nám í listasmiðjunni. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Ólöf S. Davíðsdóttir listakona í Gallerý Brák í Borgarnesi. Sýning á verkum nemenda verður á Fellsenda, fimmtudaginn 16. desember kl. 15–17. Léttar veitingar –kaffi/kakó og smákökur- í boði og Nikkólína mun leika …
Sveitarstjórn Dalabyggðar
68. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn fimmtudaginn 16. desember 2010 og hefst kl. 17:00 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá 1. Skýrsla sveitarstjóra2. Fundargerð sveitarstjórnar frá 7. desember 2010.3. Fundargerð byggðarráðs frá 13. desember 2010.4. Fundargerð Breiðafjarðarnefndar frá 11. nóvember 2010.5. Skipun aðal- og varamanns í almannavarnanefnd Borgarfjarðar og Dala.6. Bréf Sýslumannsins í Búðardal dags. 15. mars 2010.7. Íbúaþing 15. janúar …
Jólatrésala í Daníelslundi
Slysavarnadeild Þverárþings og Björgunarsveitin Heiðar í samvinnu við Skógræktarfélag Borgarfjarðar verða með jólatrésölu í Daníelslundi laugardaginn 18. desember og sunnudaginn 19. desember, kl 11-16. Björgunarsveitarmenn verða á staðnum til aðstoðar fólki við að velja sitt eigið jólatré í skóginum og fella það. Björgunarsveitin sér síðan um að pakka trjánum í net. Dalamenn velkomnir.
Mörg eru ljónsins eyru
Sögufélag Dalamanna í samvinnu við Lionsklúbb Búðardals heldur jólafund sinn miðvikudaginn 15. desember kl. 20 í Leifsbúð, Búðardal. Þar mun Þórunn Erlu Valdimarsdóttir kynna bók sína „Mörg eru ljónsins eyru„. Þórunn Erlu Valdimarsdóttir fæddist 25. ágúst 1954 í Hafnarfirði. Hún lauk stúdentsprófi frá MH árið 1973. Nam listasögu og myndlist við Instituto Allende í Mexíkó 1977-’78. Lauk BA-prófi í sögu …
Myndir af jólatréinu
Komnar eru inn myndir frá því þegar kveikt var á jólatréinu 6. desember. Myndirnar tók Björn Anton Einarsson. http://www.dalir.is/myndir/jolatreid-2010/
Kirkjukór Dalaprestakalls
Nú standa yfir æfingar kirkjukórsins fyrir jólaguðþjónusturnar. Allar raddir velkomnar á æfingar í tónlistarskólanum. Æfingar eru á mánudögum kl. 20 í tónlistarskólanum. Næstu æfingar eru á fimmtudaginn 9. desember kl. 19:30 (aukaæfing), mánudaginn 13. desember kl. 20:00 og mánudaginn 20. desember kl. 20:00.
Rússneskt hekl
Prjónakvöld er á Silfurtúni miðvikudagskvöldið 8. desember, kl. 20-22. Áslaug á Hömrum ætlar að sýna rússneskt hekl. Allir velkomnir.
Jólamarkaður og kveikt á jólatréinu
Jólamarkaður verður í efri sal Auðarskóla mánudaginn 6. desember kl. 16-19 og kveikt verður á jólatréinu við Dalabúð kl. 18. Öllum er velkomið að vera með sölubás á jólamarkaðinum. Þeim sem áhuga hafa á að vera með vörur í sölu á markaðinum er bent á að hafa samband við Írisi (699 6171) eða Steinu Matt (865 3359). Kveikt verður á …
Sveitarstjórnarfundur
67. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 7. desember 2010 og hefst kl. 17:00 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá: 1. Skýrsla sveitarstjóra2. Fundargerð sveitarstjórnar frá 19. október 2010.3. Fundargerð sveitarstjórnar frá 26. nóvember 2010.4. Fundargerð byggðarráðs frá 24. nóvember 2010.5. Fundargerð byggðarráðs frá 2. desember 2010.6. Fundargerðir menningar- og ferðamálanefndar frá 18. og 19. október 2010 ásamt stofnskrá Byggðasafns Dalamanna.7. …
Piparkökubakstur
Á myndasíðuna eru nú komnar myndir frá piparkökubakstri Foreldrafélags Auðarskóla. Myndirnar tók Ásdís Melsteð. Slóðin er http://www.dalir.is/myndir/piparkokubakstur/