Jólatrésala í Daníelslundi

DalabyggðFréttir

Slysavarnadeild Þverárþings og Björgunarsveitin Heiðar í samvinnu við Skógræktarfélag Borgarfjarðar verða með jólatrésölu í Daníelslundi laugardaginn 18. desember og sunnudaginn 19. desember, kl 11-16.
Björgunarsveitarmenn verða á staðnum til aðstoðar fólki við að velja sitt eigið jólatré í skóginum og fella það.
Björgunarsveitin sér síðan um að pakka trjánum í net.
Dalamenn velkomnir.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei