Jólamarkaður og kveikt á jólatréinu

DalabyggðFréttir

Jólamarkaður verður í efri sal Auðarskóla mánudaginn 6. desember kl. 16-19 og kveikt verður á jólatréinu við Dalabúð kl. 18.
Öllum er velkomið að vera með sölubás á jólamarkaðinum. Þeim sem áhuga hafa á að vera með vörur í sölu á markaðinum er bent á að hafa samband við Írisi (699 6171) eða Steinu Matt (865 3359).
Kveikt verður á jólatréinu við Dalabúð mánudaginn 6. desember, kl. 18. Dansað verður dátt og sungið, jólasveinar kíkja í heimsókn og á eftir fáum við okkur heitt súkkulaði og piparkökur í boði Dalabyggðar.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei