Norræni skjaladagurinn er á laugardag og af því tilefni verður opið hús hjá Héraðsskjalasafni Dalasýslu kl. 13-16. Frá árinu 2001 hafa norræn skjalasöfn sameinast um árlegan kynningardag, annan laugardag í nóvember. Í ár er þema skjaladagsins „Veður og loftslag“ sem er sameiginlegt norrænt þema. Hægt er að kynna sér norræna skjaladaginn nánar og efni frá öllum héraðsskjalasöfnum tengt veðri og …
Tríó Blik í Dalabúð í kvöld.
Tríó Blik verður með tónleika í Dalabúð fimmtudagskvöldið 4. nóvember kl. 20 í Dalabúð. Tríó Blik skipa Hanna Dóra Sturludóttir söngkona, Freyja Gunnlaugsdóttir á klarínettu og Daníela Hlinkova á píanó. Þær munu flytja nýjar útsetningar Atla Heimis Sveinssonar á lögum Ása í Bæ og Oddgeirs Kristjánssonar. Á efnisskránni eru þjóðþekktar perlur eftir þá félaga Ása og Geira, lög eins og …
Söfnun á rúlluplasti
Söfnun á rúlluplasti í Dalabyggð verður dagana 8. og 11. nóvember. Næsta losun verður í janúar 2011. Vinsamlegast hafið samband við Viðar í síma 894 0013 fyrir mánudag ef þið viljið nýta ykkur þetta.
Konukvöld í Bjarkalundi
Kvenfélagið Katla mun standa fyrir konukvöldi í Bjarkalundi föstudaginn 5. nóvember, kl. 20:30. Boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Þema kvölsins er SLÆÐUR og því mæta allar konur með slæður. Veislustjóri verður Sigríður Klingenberg lífskúnster og spámiðill og mun hún spá fyrir þeim sem vilja í lokin. Anna Gunnarsdóttir stílisti og snyrtifræðingur kíkir í fataskápinn og ráðleggur okkur …
Kynningarfundur um Grunnmenntaskólann
Kynningarfundur um Grunnmenntaskólann verður í Tjarnarlundi í Saurbæ fimmtudagskvöldið 28. október kl 20:30. Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi og Fræðslumiðstöð Vestfjarða standa sameiginlega að því að kynna Grunnmenntaskólann. Í kjölfar bættra samgangna á þessu svæði vilja aðilar hjá báðum miðstöðvum auka samvinnuna sem mun skila sér í bættri þjónustu í fullorðinsfræðslu fyrir íbúa á þessu svæði. Björn Hafberg náms- og starfsráðgjafi og …
Allt er sjötugum fært
Sturlaugur á Efri-Brunná gerði sér lítið fyrir og gekk á 102 fjöll fyrstu átta mánuði ársins. Sturlaugur Eyjólfsson er félagi í Ferðafélagi Íslands og skráði fjallgöngur sínar í Fjallabók FÍ. Hann byrjaði að safna fjöllum í upphafi árs og átta mánuðum síðar voru fjöllin orðin 102. Þá gekk Sturlaugur Glerárhringinn í sumar en þá eru gengið samfleytt í 24 klukkutíma …
Haustfagnaður FSD úrslit
Fyrir áhugasama um úrslit í hinum ýmsu keppnum á Haustfagnaði FSD verða þau helstu tíunduð hér á eftir. Hyrndir lambhrútar 1. Lamb nr. 118 frá Rauðbarðarholti í Hvammssveit. Undan Snæ 09-521 og 06-669. Var hann jafnframt dæmdur besti hrútur keppninnar. 2. Lamb nr. 497 frá Vatni í Haukadal. Undan Hnall 08-084 og 06-247. 3. Lamb nr. 10 frá Klifmýri á …
Haustfagnaður FSD
Ár hvert að hausti stendur Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu fyrir haustfagnaði þar sem dagskráin samanstendur af heimsóknum á sauðfjárbú, ýmiskonar verðlaunaafhendingum fyrir sauðfjárrækt og almennri gleði. Haustfagnaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu árið 2019. Bestu 5 vetra ærnar 2019 verðlaunaðar. 1. sæti var ærin 14-413 frá Háafelli með einkunnina 114,7. 2. sæti var ærin 14-855 frá Klifmýri með einkunnina 112,7. 3. …
Menntastoðir í fjarnámi til Hólmavíkur
Nú gefst fólki á Norðurlandi og Vestfjörðum tækifæri til að stunda nám í Menntastoðum með dreifnámsfyrirkomulagi eða fjarfundabúnaði. Dreifnám felst í því að kennt er einu sinni í viku á þriðjudögum frá kl. 16:00-21:00 og annan hvern laugardag frá kl. 09:00-17:00. Kennslan fer fram á Akureyri en þeir sem búa annars staðar geta sótt námið í gegnum fjarfundabúnað í námsverum, …
Sveitarstjórn Dalabyggðar
65. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 19. október 2010 og hefst kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá: 1. Skýrsla sveitarstjóra2. Fundargerð sveitarstjórnar frá 15. september 2010.3. Fundargerðir byggðarráðs frá 12. október 2010.4. Fundargerð ferða- og menningarmálanefndar frá 6. október 2010.5. Fundargerð Breiðafjarðarnefndar frá 18. maí 2010. Málsnr. 1009036.6. Samningur um sameiginlegt þjónustusvæði Vesturlands um þjónustu við fatlaða. Að …