Tómstundir í Dalabyggð haust 2010

DalabyggðFréttir

Nú er kominn út nýr bæklingur um tómstundir í Dalabyggð haustið 2010. Þar má sjá fjölbreytt úrval tómstunda fyrir börn og unglina; unglingastarf björgunarsveita, knattspyrna, skátar, glíma, badminton, kirkjuskólar, barnakór og íþróttír.

Sveitarstjórn Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

64. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn miðvikudaginn 15. september 2010 og hefst kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá: 1. Skýrsla sveitarstjóra 2. Fundargerð sveitarstjórnar frá 24. ágúst 2010. 3. Fundargerð byggðarráðs frá 7. september 2010. 4. Fundargerðir menningar- og ferðamálanefndar frá 2. júlí og 1. september 2010. 5. Fundargerð félagsmálanefndar frá 7. september 2010. 6. Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar …

Haustfagnaður FSD

DalabyggðFréttir

Tímabært er að huga að undirbúningi fyrir haustfagnað Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu helgina 22.-23. október. Velja þarf vænlega hrúta fyrir lambhrútasýninguna og ekki síður að taka upp prjónana og hanna frumlega flík úr ullinni. Dagskráin hefst á föstudeginum þar sem af nógu verður að taka, m.a. lambhrútasýning, opin fjárhús, sviðaveisla, hagyrðingakvöld og sveitaball, þar sem rykið verður dustað af gömlu …

Aðalfundur fornleifafélagsins

DalabyggðFréttir

Aðalfundur Fornleifafélags Barðstrendinga og Dalamanna verður haldinn í Kaupfélagshúsinu, Króksfjarðarnesi miðvikudaginn 8. september 2010, kl. 20:00. Dagskrá. Venjuleg aðalfundarstörf Sagt frá rannsóknum í Haukadal, Oddbjarnarskeri og Skáleyjum.

Fjallskil 2010

DalabyggðFréttir

Fjallskilanefndir hafa nú allar skilað inn fjallskilaseðlum og eru þeir allir birtir hér á vef Dalabyggðar. Upplýsingar um fjallskil eru undir stjórnsýslu, einnig má stytta sér leið með að velja þau undir flýtileiðum til hægri á forsíðu. Kemur þá yfirlit yfir fjallskiladeildir sveitarfélagsins. Þar er hægt að nálgast fjallskilaseðla á PDF formi, en einnig er hægt að fá örstuttan úrdrátt …

Fjallskil 2010

DalabyggðFréttir

Fjallskilanefndir eru nú flestar búnar að ganga frá fjallskilum fyrir haustið og verða fjallskilaseðlar birtir hér á vef Dalabyggðar. Upplýsingar um fjallskil eru undir stjórnsýslu, einnig má stytta sér leið með að velja þau undir flýtileiðum til hægri á forsíðu. Kemur þá yfirlit yfir fjallskiladeildir. Þar er hægt að nálgast fjallskilaseðla á PDF formi. Einnig er yfirlit yfir réttir í …

FSD fundar um fyrirkomulag afurðaverðs

DalabyggðFréttir

Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu boðar til fundar um fyrirkomulag afurðaverðs nú í sláturtíðinni. Fundurinn verður föstudaginn 3. september kl. 20:00, í Dalabúð, Búðardal. Eftirtaldir framsögumenn hafa staðfest komu sína á fundinn: · Jóhannes Sveinbjörnsson, bóndi í Heiðarbæ, Þingvallasveit. · Fulltrúi frá Landssamtökum sauðfjárbænda. · Fulltrúi / fulltrúar frá Kjötafurðastöð KS og Sláturhúsi KVH. · Óvíst með fulltrúa frá SAH afurðum …

Tómstundabæklingur haust 2010

DalabyggðFréttir

Allir sem sem vilja koma námskeiði og/eða atburð á framfæri í tómstundabæklingnum skuli hafa samband fyrir 1. september. Markmiðið með tómstundabæklingnum er að allt framboð á tómstundastarfi í sveitarfélaginu sé á einum stað. Upplýsingum skal komið til Svölu Svavarsdóttir (netfang: budardalur@simnet.is) í síðasta lagi miðvikudaginn 1. september, þar sem bæklingurinn á að fara í póst í næstu viku. Eftirtalin atriði …

Brautargengi í Búðardal

DalabyggðFréttir

Námskeiðið Brautargengi verður haldið í Búðardal nú haust og hefst 9. september. Skráningarfrestur rennur út 3. september 2010. Impra á Nýsköpunarmiðstöð Íslands gengst nú í fimmtánda sinn fyrir svokölluðum Brautargengisnámskeiðum á landsbyggðinni. Haustið 2010 er áætlað að halda námskeiðið á þremur stöðum á landinu, þ.e. í Búðardal, Akureyri og Húsavík. Alls hafa um átta hundrað konur víðs vegar um land …