Haustfagnaður FSD

DalabyggðFréttir

Tímabært er að huga að undirbúningi fyrir haustfagnað Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu helgina 22.-23. október.
Velja þarf vænlega hrúta fyrir lambhrútasýninguna og ekki síður að taka upp prjónana og hanna frumlega flík úr ullinni.
Dagskráin hefst á föstudeginum þar sem af nógu verður að taka, m.a. lambhrútasýning, opin fjárhús, sviðaveisla, hagyrðingakvöld og sveitaball, þar sem rykið verður dustað af gömlu dönsunum.
Á laugardeginum heldur dagskráin áfram með lambhrútasýningu, meistaramóti Íslands í rúningi, kynningu á íslenskri ull, prjónasamkeppni (þar sem ullin er eingöngu notuð), markaði og fleiru og fleiru. Um kvöldið verður svo uppskeru hátíð með grillveislu verðlauna afhendingu og fleiru.
Hátíðinni lýkur svo með stórdansleik í Dalabúð þar sem hljómsveitin Hvanndalsbræður munu leika fyrir dansi.
Til að fylgjast með hvað verður í boði á haustfagnaðinum þá eru allar nánari upplýsingar að finna hér á heimasíðu Dalabyggðar. Byrja á að velja mannlíf hér að ofan og síðan er Haustfagnað FSD efst í valmynd þar til vinstri.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei