FSD fundar um fyrirkomulag afurðaverðs

DalabyggðFréttir

Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu boðar til fundar um fyrirkomulag afurðaverðs nú í sláturtíðinni. Fundurinn verður föstudaginn 3. september kl. 20:00, í Dalabúð, Búðardal.
Eftirtaldir framsögumenn hafa staðfest komu sína á fundinn:
· Jóhannes Sveinbjörnsson, bóndi í Heiðarbæ, Þingvallasveit.
· Fulltrúi frá Landssamtökum sauðfjárbænda.
· Fulltrúi / fulltrúar frá Kjötafurðastöð KS og Sláturhúsi KVH.
· Óvíst með fulltrúa frá SAH afurðum og Sláturfélagi Suðurlands.
Sauðfjárbændur eru hvattir til að mæta á fundinn.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei