Ert þú við góða heilsu?

DalabyggðFréttir

Hjartaheill og SÍBS bjóða ókeypis heilsufarsmælingu 9. til 12. maí á heilsugæslum á Vestfjörðum. Mældur er blóðþrýstingur, blóðsykur, blóðfita, súrefnismettun og styrkur. Þátttakendum býðst að taka þátt í lýðheilsukönnun. Verkefnið er unnið í samstarfi við sveitarfélög á Vestfjörðum, Heilbrigðisstofnanir Vesturlands og Vestfjarða.

Fyrsta maí samkoma

DalabyggðFréttir

Fyrsta maí samkoma SDS og Verkalýðsfélags Vesturlands verður í Dalabúð kl. 14:30. Kynnir verður Kristín G. Ólafsdóttir, stjórnarmaður í SDS. Ræðumaður verður Eiríkur Þór Theódórsson varaformaður ASÍUng og stjórnarmaður í Stéttarfélagi Vesturlands. Um skemmtiatriðið sér Egill Ólafsson leikari og söngvari. Kaffiveitingar verða að hætti Katrínar Lilju. Allir félagsmenn eru hvattir til að mæta og sýna með því samstöðu á degi …

Auðarskóli – kennarastöður

DalabyggðFréttir

Auðarskóli óskar eftir að ráða í tvær stöður kennara fyrir skólaárið 2017-2018. Um er að ræða 77% stöðu á unglingastigi og 100% stöðu á miðstigi. Kennsla á unglingastigi er í smíðum, ensku og dönsku. Umsjónarkennsla á miðstigi er í stærðfræði, upplýsingatækni og náttúrufræði. Mikilvægt er að umsækjendur búi að færni í samskiptum, frumkvæði í starfi, sjálfstæðum og skipulögðum vinnubrögðum og …

Auðarskóli -deildarstjóri á leikskóla afleysing

DalabyggðFréttir

Auðarskóli óskar eftir deildarstjóra á leikskóla til afleysinga í ár frá og með 31. júlí. Umsóknarfrestur er til 10. maí 2017. Helstu verkefni eru að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra á leikskóla. Hæfniskröfur eru · leikskólakennaramenntun · færni í samskiptum · frumkvæði í starfi · sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð · stundvísi · góð íslenskukunnátta Upplýsingar um …

Reglur um félagslega heimaþjónustu í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Nýjar reglur um félagslega heimaþjónustu í Dalabyggð hafa verið samþykktar í félagsmálanefnd og sveitarstjórn. Reglur þessar eru settar samkvæmt lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga, lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999 og lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 og öðlast þegar gildi. Markmið félagslegrar heimaþjónustu er að efla viðkomandi til sjálfsbjargar og gera honum kleift að búa sem lengst …

Rúlluplast

DalabyggðFréttir

Rúlluplasti verður safnað hjá bændum 24.-26. apríl. Næstu safnanir verða síðan 10.-14. júlí og 6.-9. nóvember. Plastið skal haft á aðgengilegum stað fyrir sorpverktaka. Frágangur á plastinu hjá bændum getur verið í stórsekk (t.d. undan áburði) eða pressað og bundið saman þannig að gott sé að koma því á bíl (litla bagga) eða í þar til gerðum gámum eða á …

Skátar fagna sumri

DalabyggðFréttir

Á sumardaginn fyrsta mun Skátafélagið Stígandi taka á móti gestum í aðstöðu sinni í Dalabúð kl. 13:30 – 16:00. Úti verður kveikt bál og ýmislegt fróðlegt og skemmtilegt í gangi fyrir gesti og skáta að prufa. Inni verður hægt að hnýta hnúta, þæfa ull, fara í leiki, syngja skátasöngva, læra að súrra og sitthvað fleira. Í matsalnum verður vöffluhlaðborð frá …

Vinnuskóli Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Vinnuskóli Dalabyggðar verður starfræktur frá 6. júní til 31. júlí 2017 og er fyrir unglinga fædda árin 2001 – 2004. Daglegur vinnutími verður kl. 8-12 og 13-15 fimm daga vikunnar fyrir elstu börnin, en fjóra daga fyrir hin yngri. Umsóknareyðublöð eru á heimasíðunni og einnig á skrifstofu Dalabyggðar. Sérstakar vinnureglur og viðmið um verkefni og verkfæri gilda um Vinnuskóla Dalabyggðar …

Vinnuskóli – félagsleg liðveisla

DalabyggðFréttir

Tvö störf við félagslega liðveislu við Vinnuskóla Dalabyggðar eru laus til umsóknar. Um sumarstörf er að ræða. Starfsmenn sem sinna félagslegri liðveislu starfa með og undir stjórn verkstjóra vinnuskólans og fylgja sínum skjólstæðingi. Starfstími vinnuskólans er 6. júní – 31. júlí og daglegur vinnutími kl. 8:00 – 16:00. Hugsanlegt er að ráða starfsmenn einnig í ágústmánuði enda verði þá unnið …

Aðalsafnaðarfundur Staðarfellssóknar

DalabyggðFréttir

Aðalsafnaðarfundur Staðarfellssóknar verður haldinn þriðjudaginn 25. apríl kl. 20:30 á Staðarfelli. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, kosinn kjörnefndarfulltrúi og fleira. Allir í sókninni eru velkomnir.