Rúlluplast

DalabyggðFréttir

Rúlluplasti verður safnað hjá bændum 24.-26. apríl. Næstu safnanir verða síðan 10.-14. júlí og 6.-9. nóvember.
Plastið skal haft á aðgengilegum stað fyrir sorpverktaka. Frágangur á plastinu hjá bændum getur verið í stórsekk (t.d. undan áburði) eða pressað og bundið saman þannig að gott sé að koma því á bíl (litla bagga) eða í þar til gerðum gámum eða á annan snyrtilegan hátt.
Baggabönd og net skal setja sér, í glæra/merkta plastpoka.
Óheimilt er að setja rúlluplast í sorpgáma á grenndarstöðvum sveitarfélagsins.Opin brennsla úrgangs er óheimil þ.m.t. rúlluplasts. skv. lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og skv. reglugerð nr. 737/2003.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei