Fyrsta maí samkoma SDS og Verkalýðsfélags Vesturlands verður í Dalabúð kl. 14:30.
Kynnir verður Kristín G. Ólafsdóttir, stjórnarmaður í SDS.
Ræðumaður verður Eiríkur Þór Theódórsson varaformaður ASÍUng og stjórnarmaður í Stéttarfélagi Vesturlands.
Um skemmtiatriðið sér Egill Ólafsson leikari og söngvari.
Kaffiveitingar verða að hætti Katrínar Lilju.
Allir félagsmenn eru hvattir til að mæta og sýna með því samstöðu á degi verkalýðsins.