Íslenskunámskeið fyrir útlendinga í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Að frumkvæði MS í Búðardal, í samstarfi við Auðarskóla, verður boðið upp á íslenskunámskeið fyrir útlendinga í Dalabyggð. Byrjað verður með tíu skipti, ein klukkustund í senn. Kennt verður í Auðarskóla. Kennari verður Hjördís Kvaran Einarsdóttir, kennari í Auðarskóla og íslenskufræðingur. Kostnaður á hvern þátttakenda eru 15.000 kr. Áætlað er að hefja kennslu í nóvember 2016. Nánari útfærsla á tímasetningu …

Leikskólakennari -afleysing

DalabyggðFréttir

Vegna veikinda vantar leikskólakennara við Auðarskóla frá og með 31. október til 31. desember. Hæfniskröfur eru áhugi á skólastarfi, góð samskiptahæfni, frumkvæði og sjálfstæði í störfum. Hann þarf að vera jákvæður, skapandi og vera virkur hluti liðsheildar. Allar umsóknir verða teknar til skoðunar og þeim svarað. Umsóknarfrestur er til og með 31. október. Nánari upplýsingar veitir Hlöðver Ingi Gunnarsson skólastjóri …

Kjörfundur

DalabyggðFréttir

Kjörfundur í Dalabyggð vegna Alþingiskosninga fer fram á Héraðsbókasafni Dalasýslu, Miðbraut 11 í Búðardal laugardaginn 29. október 2016. Kjörfundur hefst klukkan 10:00. Kjörfundi verður slitið kl. 20:00. Kjósendur eru minntir á að hafa með sér skilríki. Kjörstjórn Dalabyggðar

Sveitarstjórn Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

141. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu 25.10.2016 og hefst kl. 19:00 Dagskrá Almenn mál 1. Breiðafjarðarnefnd – ósk um tilnefningar 2. Form og efni viðauka við fjárhagsáætlun 3. Alþingiskosningar 2016 – kjörskrá 4. Snorraverkefnið 2017 5. Frárennslismál 6. Sala eigna – Laugar í Sælingsdal 7. Kosning í nefndir,ráð og stjórnir Almenn mál – umsagnir og vísanir 8. Samgönguáætlun Vesturlands …

Haustfagnaður FSD 2016 – úrslit

DalabyggðFréttir

Nú eru úrslit ljós á Haustfagnaði FSD. Hafliði Sævarsson er Íslandsmeistari í rúningi. Besti hrúturinn á sýningum var lambhrútur nr. 13 á Bæ í Miðdölum. Besta fimm vetra ærin var síðan Brú nr. 11-168 á Klifmýri á Skarðsströnd. Íslandsmeistarmótið í rúningi 1. Hafliði Sævarsson 2. Þórður Gíslason 3. Steinar Haukur Kristbjörnsson 4. Arnar Freyr Þorbjarnarson 5. Guðmundur Þór Guðmundsson 6. …

Lambhrútasýningar FSD

DalabyggðFréttir

Lambhrútasýningarnar eru tvær vegna sauðfjárveikivarna. Sú fyrri er í Dalahólfi á föstudeginum og sú síðari á laugardagsmorgni fyrir Vesturlandshólf. Keppt er í flokkum hyrndra, kollóttra og mislitra/ferhyrndra hrúta. Sýningaskrá er tilbúin. Skráðir eru 90 hrútar til keppni og 8 gimbrar. Í lok hvers flokks gefst mönnum tækifæri til að þukla á hrútunum og leggja sitt eigið mat á niðurstöður dómaranna. …

Íslandsmeistaramótið í rúningi

DalabyggðFréttir

Áttunda Íslandsmeistaramótið í rúningi verður haldið á haustfagnaði FSD laugardaginn 22. október í reiðhöllinni í Búðardal. Keppendur verða Arnar Freyr Þorbjörnsson, Guðmundur Þór Guðmundsson, Hafliði Sævarsson, Jón Atli Jónsson, Stefán Bragi Birgisson, Steinar Haukur Kristbjörnsson og Þórður Gíslason. Tvær umferðir eru og er betri umferðin látin gilda. Þrír bestu keppa síðan til úrslita. Úrslit og verðlaunaafhending verða að lokinni keppni. …

Kjörskrá vegna Alþingiskosninga

DalabyggðFréttir

Kjörskrá Dalabyggðar vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 29. október 2016 liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagins alla virka daga kl. 10-14. Einnig geta kjósendur séð hvar þeir eru á kjörskrá á vefnum www.kosning.is. Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir áttu skráð lögheimili fimm vikum fyrir kjördag, 24. september síðastliðinn. Flutningur lögheimilis eftir þann tíma breytir ekki skráningu …

Félag eldri borgara í Dölum og Reykhólahreppi

DalabyggðFréttir

Vetrarstarf félagsins er nú hafið með nokkuð hefðbundnu sniði. Eldri borgarar eru hvattir til að taka þátt í starfi félagsins. Dagskrá haustið 2016 Mánudagar Gönguhópur og spjall á Silfurtúni Kóræfingar kl. 17:00 Þriðjudagar Sund á Laugum kl. 15:30-17:00 Miðvikudagar Aðgangur í tækjasal Umf. Ólafs páa kl. 11:00-13:00 Fimmtudagar Opið hús í Rauðakrosshúsinu – 6. október kl. 13:00-15:30 Félagsvist í Rauðakrosshúsinu …