Börnin í leikskóladeild Auðarskóla bjóða eldri borgurum til samverustundar ásamt kaffi og með´í mánudaginn 12. nóvember kl. 9.30 – 11:00 .
Tillaga um deiliskipulag í landi Óss á Skógaströnd
Sveitarstjórn Dalabyggðar staðfesti á fundi sínum þann 18. október 2018 fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar um að auglýsa tillögu á deiliskipulagi frístundarbyggðar í landi Óss á Skógarströnd samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagssvæðið er á jörðinni Ósi á Skógarströnd þar sem skilgreint er svæði fyrir frístundarbyggð (F1) í aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016. Svæðið er um 39 ha að stærð og …
Íbúafundur um sölu Lauga
Íbúafundur um stöðu og framtíð Lauga var haldinn þriðjudagskvöldið 6. nóvember í Dalabúð. Salurinn í Dalabúð var þéttsetinn en á fundinn mættu á annað hundrað manns. Sveitarstjórnarmenn tóku fyrst til máls hver af öðrum. Góð þátttaka var síðan meðal fundagesta í umræðum. Auk sveitarstjórnarfulltrúa tóku 22 til máls til máls af báðum kynjum og á öllum aldri og lögðu fram …
Dalaveitur
Ljósleiðaraverkefni Dalaveitna hefur gengið vel í haust og er plægingu strengs lokið þetta árið. Síðustu metrarnir, sem til stóð að plægja 2018, fóru í jörðina í byrjun nóvember í Saurbænum. Verkefnið hefur verið gríðarlega umfangsmikið, en alls er búið að plægja um 230 km af streng haustið 2017 og sumarið 2018. Heilt yfir hefur framkvæmdin gengið vel, en eins og …
Sorphirðing miðvikudaginn 7. nóvember
Sorphirðing er vera átti á morgun, þriðjudaginn 6. nóvember, frestast fram á miðvikudaginn 7. nóvember.
Íbúafundur
Þriðjudaginn 6. nóvember næstkomandi verður haldinn íbúafundur í Dalabúð og hefst hann kl. 20. Á dagskrá fundarins er eitt mál, Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð. Umræður og fyrirspurnir. Fundarstjóri verður Páll S. Brynjarsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Íbúar Dalabyggðar eru hvattir til að mæta. Sveitarstjórn Dalabyggðar
Fyrsta tillaga að fjárhagsáætlun 2019-2022
Á fundi sveitarstjórnar 1. nóvember var lögð fram fyrsta tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árin 2019 til 2022. Afgreiðsla sveitarstjórnar var eftirfarandi: „Sveitarstjórn samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun til annarrar umræðu á fundi sveitarstjórnar 22. nóvember. Á milli umræðna er tillögunni vísað til umræðu í nefndum og byggðarráði. Byggðarráði er falið að gera tillögur að breytingum á áætlun þannig að …
Gögn er varða sölu Lauga
Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar 13. september var samþykkt að gögn sem varða sölu Lauga verði birt með fundargerðum svo fólk geti kynnt sér málið. Hefur það tekið nokkurn tíma að finna öll gögn er tengjast málinu og ganga frá þeim til birtingar á heimasíðu Dalabyggðar. Skjölin hafa nú verið birt á heimasíðu Dalabyggðar og eru þau að finna undir stjórnsýslu, …
Sveitarstjórn Dalabyggðar 167. fundur
167. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 1. nóvember 2018 og hefst kl. 16. Dagskrá Almenn mál 1. Fjárhagsáætlun 2019 – 2022, fyrsta umræða Úr fundargerð 210. fundar byggðarráðs Dalabyggðar frá 29. október 2018. Fjárhagsáætlun 2019 – 2022 – 1810003. Afgreiðsla á tillögu að fjárhagsáætlun til umræðu í sveitarstjórn. Byggðarráð samþykkir að leggja fyrirliggjandi drög að tillögu til fjárhagsáætlunar fyrir fund …
Haustfagnaður FSD
Árlegur haustfagnaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu (FSD) hefst með lambhrútasýningu föstudaginn 26. október kl. 12 í fjárhúsunum á Kjarlaksvöllum í Saurbæ. Til sýningar í Dalahólfi eru skráðir 58 lambhrútar frá 15 bæjum; 32 hyrndir, 13 kollóttir og 13 mislitir. Laugardaginn 27. október kl. 10 er síðan lambhrútasýning á Skörðum í Miðdölum fyrir þann hluta sýslunnar sem er í Vesturlandshólfi. Þar eru skráðir 22 hrútar …