Sveitarstjórn Dalabyggðar – 134. fundur

DalabyggðFréttir

134. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 16. febrúar 2016 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1. Ljósleiðari í Dalabyggð 2. Eiríksstaðanefnd – Skipun nefndar 3. Fræðsluferð SSV 2016 Almenn mál – umsagnir og vísanir 4. Frumvörp til umsagnar 5. Lækkun byggingarkostnaðar Fundargerðir til staðfestingar 6. Byggðarráð Dalabyggðar – 168 7. Fræðslunefnd Dalabyggðar – 73 8. Umhverfis- …

Lengd gæsla – starf frístundaleiðbeinanda

DalabyggðFréttir

Starf frístundaleiðbeinanda við lengda gæslu grunnskólabarna á yngsta stigi er laust til umsóknar. Vinnutími er að jafnaði kl. 12:00 – 15:30/17:30 á föstudögum og eftir atvikum afleysingar kl. 15:00 – 17:30 mánudaga til fimmtudaga. Áhugasamir hafi samband við sveitarstjóra á skrifstofu Dalabyggðar sem fyrst.

Uppbyggingarsjóður Vesturlands – Viðtalstímar starfsmanna

DalabyggðFréttir

Starfsmenn SSV bjóða upp á viðtalstíma á neðangreindum stöðum þar sem veittar verða upplýsingar um gerð umsókna í Uppbyggingarsjóð Vesturlands. Viðtalstími í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal verður miðvikudaginn 10. febrúar kl. 10-12. Umsækjendur og aðrir þeir sem hafa áhuga eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu. Viðtalstímar starfsmanna Uppbyggingasjóðs Vesturlands Mánudagur 8. febrúar. Akranes og Hvalfjarðarsveit Kl.10:00-12:00 Ráðhúsið, Innrimel 3, …

Fasteignagjöld 2016

DalabyggðFréttir

Álagningu fasteignagjalda 2016 er nú lokið. Álagningarseðla fasteignagjalda má nálgast rafrænt (pdf-skjöl) á þjónustusíðu opinberra aðila www.island.is. Íbúar 67 ára og eldri fá þá senda í pósti og einnig þeir sem þess óska sérstaklega. Aðgangur að Island.is er Íslykill (kennitala og lykilorð útgefið af þjóðskrá) eða rafræn skilríki. Nánari upplýsingar og aðstoð má fá á skrifstofu Dalabyggðar kl. 10-14, í …

Uppbyggingasjóður Vesturlands

DalabyggðFréttir

Uppbyggingasjóður Vesturlands veitir styrki í eftirfarandi verkefni. 1) Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar 2) Verkefnastyrkir á sviði menningar 3) Stofn- og rekstrarstyrkir menningarmála Styrkjum til menningarmála er úthlutað einu sinni á ári (liðir 2 og 3). Upplýsingar veitir Elísabet Haraldsdóttir í síma 433-2312 eða 892-5290. Nnetfang: menning@vesturland.is. Styrkjum til atvinnuþróunar og nýsköpunar (liður 1) er úthlutað tvisvar á ári, núna …

Allir lesa

DalabyggðFréttir

Eftir fyrstu vikuna í landsleiknum Allir lesa hafa keppnislið skráð heilar 9.255 klukkustundir af lestri, eða sem samsvarar 385 sólarhringum. Athyglisverð tölfræði hefur tekið að myndast og ljóst að metsölubækur síðustu jóla eru einnig þær mest lesnu. Á toppnum situr barnabókin Mamma klikk eftir Gunnar Helgason en fast á hæla hennar fylgja drottning og konungur glæpasagnanna, þau Yrsa og Arnaldur, …

Lagning ljósleiðara

DalabyggðFréttir

Dalabyggð áformar að standa fyrir lagningu ljósleiðarnets innan sveitarfélagsins. Um er að ræða jarðstrengi sem eftir atvikum verða lagðir í pípur eða plægðir beint í jörð, að mestu meðfram vegum og heimreiðum. Einnig þarf að setja upp tengiskápa, tengibrunna og hliðstæðan búnað til samtenginga jarðstrengjanna. Ein af forsendum fyrir þessu verki er að fyrir liggi samþykki landeigenda fyrir lagningu jarðstrengjanna …

Nýr skólastjóri Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn hefur samþykkt að ráða Hlöðver Inga Gunnarsson skólastjóra Auðarskóla og kemur hann til starfa að loknu þessu skólaári. Hlöðver Ingi hefur verið deildarstjóri Varmalandsdeildar Grunnskóla Borgarfjarðar frá 2012 og er í vetur settur skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar.

Rúlluplast vikuna 25.-30. janúar

DalabyggðFréttir

Byrjað verður á að safna rúlluplasti í Dalabyggð mánudaginn 25. janúar og fram haldið eftir vikunni þar til því verki verður lokið. Plastið skal haft á aðgengilegum stað og snyrtilega frágengið fyrir sorpverktaka. Mikilvægt er að baggabönd og net séu sett sér í glæra plastpoka og vel aðgreinanleg frá rúlluplasti. Óheimilt er að setja rúlluplast í sorpgáma á grenndarstöðvum sveitarfélagsins. …

Samtakamátturinn virkjaður!

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórnir Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar hafa ákveðið að taka höndum saman um að stuðla að eflingu atvinnulífs og þar með byggðar á svæði sínu. Sveitarfélögin hafa haft með sér samstarf af margvíslegum toga. Samgöngubætur um Arnkötludal hafa styrkt svæðið betur sem heild og skapað tækifæri til enn frekari samvinnu sem skilað gæti byggðunum meiri árangri en ella. Sveitarfélögin standa jafnframt …