Stéttarfélag Vesturlands

DalabyggðFréttir

Áður auglýst viðvera á skrifstofu Stéttarfélags Vesturlands í Búðardal er vera átti á morgunn, fimmtudaginn 29. október, frestast til fimmtudagsins 5. nóvember.

Byggingafulltrúinn í fríi

DalabyggðFréttir

Bogi Kristinsson Magnussen byggingafulltrúi Dalabyggðar verður í fríi frá og með 27. október til 3. nóvember 2015

Haustfagnaður FSD 2015 – úrslit

DalabyggðFréttir

Öll úrslit eru nú komin í ljós í öllum keppnisgreinum á Haustfagnaði FSD. Tvennt er þó óbreytt frá fyrra ári. Hafliði er Íslandsmeistari í rúningi og Monika og Halldór í Rauðbarðaholti áttu fallegasta hrút sýningarinnar. Íslandsmeistarmótið í rúning 1. Hafliði Sævarsson, Fossárdal 2. Guðmundur Þór Guðmundsson, Kvennabrekku 3. Julio Gutierrez, Hávarsstöðum 4. Steinar Haukur Kristbjörnsson, Tröð 5. Baldur Stefánsson, Klifshaga …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 129. fundur

DalabyggðFréttir

129. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 27. október 2015 og hefst kl. 17. Dagskrá Almenn mál 1. Verndaráætlun fyrir Breiðafjörð 2014-2019 2. Þjóðlendukrafa – Svæði 9 Fundargerðir til staðfestingar 3. Umhverfis- og skipulagsnefnd – 59 3.1. Svalbarð – Umsókn um landskipti 3.2. Svalbarð – Umsókn um stofnun lóðar 3.3. Gerð svæðisskipulags – Verkefnistillaga 4. Fræðslunefnd Dalabyggðar …

Haustfagnaður FSD 2015

DalabyggðFréttir

Árlegur haustfagnaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu verður 23. – 24. október hér í Dölum. Dagskrá hátíðarinnar er í nokkuð föstum skorðum, en þó alltaf eitthvað nýtt. Stærsta breytingin í ár er keppni um fegurstu gimbrina. Hátíðin hefst á lambahrúta- og gimbrasýningu á Kjarlaksvöllum í Saurbæ föstudaginn 23. október kl. 12. Þar kemur úrval hrúta og gimbra norðan girðingar til sýningar. …

Sorphreinsun frestast

DalabyggðFréttir

Sorphreinsun sem fara átti í dag, þriðjudaginn 20. október, seinkar til miðvikudags vegna bilunar í sorpbíl. Gámaþjónusta Vesturlands biðst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Sjö vikna íþróttanámskeið hjá UDN

DalabyggðFréttir

UDN stendur fyrir fjölbreyttu úrvali af íþróttum næstu sjö vikurnar á Laugum. Æfingarnar fyrir miðstig og unglingastig verða á þriðjudögum kl. 16:30-18:30 og fimmtudögum kl 15:30-17:15. Auk þess annan hvorn laugardag kl. 10:00-12:00 fyrir yngsta stig, miðstig og unglingastig. Þ.e. laugardagana 17. október, 31. október, 14. nóvember og 28. nóvember. Yngsta stig fær æfingar á gæslutíma á þriðjudögum og fimmtudögum …

Silfurtún – laust starf við aðhlynningu

DalabyggðFréttir

Óskað er eftir starfsmanni á Dvalar- og hjúkrunarheimilið Silfurtún í Búðardal. Um er að ræða 70% starf við aðhlynningu og unnið er á vöktum. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum launanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar veitir Eyþór J. Gíslason rekstrarstjóri í síma 898 1251. Umsóknir berist á netfangið eythor @dalir.is fyrir 15. október 2015.

Silfurtún – laust starf í mötuneyti

DalabyggðFréttir

Óskað er eftir aðstoðarmatráði á Dvalar- og hjúkrunarheimilið Silfurtún í Búðardal. Um er að ræða 50% starf í vaktavinnu, unnið aðra hvora helgi, á tímabilinu 15. október til 31. desember 2015. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum launanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar veitir Eyþór J Gíslason rekstrarstjóri í síma 898 1251. Umsóknir berist á netfangið eythor @dalir.is …

Aðstoðarleikskólastjóra vantar við Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Laus er staða aðstoðarleikskólastjóra við leikskóladeild Auðarskóla. Auðarskóli, sem er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli, er staðsettur í Búðardal. Einkunnarorð skólans eru: Ábyrgð – Ánægja – Árangur. Leikskólinn er tveggja deilda og að jafnaði dvelja þar 35 – 40 börn frá 12 mánaða aldri. Húsnæði leikskólans er nýlegt og aðstaða og aðbúnaður góður. Næsti yfirmaður aðstoðarleikskólastjóra er skólastjóri. Við leitum …