Sveitarstjórn Dalabyggðar – 121. fundur

DalabyggðFréttir

121. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 20. janúar 2015 og hefst kl. 17. Dagskrá Almenn mál 1. Stígamót – Styrkbeiðni 2015 2. Skrá yfir þá starfsmenn hjá Dalabyggð sem ekki hafa verkfallsrétt 3. Náttúran er ehf – Endurvinnslukortið Almenn mál – umsagnir og vísanir 4. Matslýsing vegna kerfisáætlunar 2015-2024 og gagnaöflun 5. Landsskipulagsstefna 2015-2026 Fundargerðir …

Fræðslustjóri að láni

DalabyggðFréttir

Nú í vikunni undirrituðu fulltrúar Dalabyggðar og Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi samstarfssamning um verkefnið „Fræðslustjóri að láni“. Markmiðið með þessum samstarfssamningi er að gera þarfagreiningu með öllum almennum starfsmönnum Dalabyggðar og í framhaldinu verður mótuð heildstæð fræðsluáætlun sem byggir m.a. á niðurstöðum þarfagreiningarinnar. Símenntunarmiðstöðin hefur umsjón með verkefninu, en verkefnið er fjármagnað af Mannauðssjóði Samflots. Helga Björk Bjarnadóttir verkefnastjóri Símenntunarmiðstöðvarinnar kemur …

Örugg framkoma

DalabyggðFréttir

Á vegum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands verður vinnustofa Dale Carnegie miðvikudaginn 21. janúar kl. 18-19:30 í Auðarskóla. Leiðbeinandi er Unnur Magnúsdóttir, eigandi Dale Carnegie á Íslandi. Ekkert námskeiðsgjald er. Skráning er á heimasíðu Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands. Símenntunarmiðstöð Vesturlands

Ljósleiðaravæðing dreifbýlis

DalabyggðFréttir

Á fundi byggðarráðs Dalabyggðar 13. janúar var fjallað um ljósleiðaravæðingu dreifbýlis í Dalabyggð. Fyrir tæpu ári birti Póst- og fjarskiptastofnun umræðuskjal á heimasíðu sinni um framtíðarfyrirkomulag alþjónustu varðandi þá skyldu að útvega tengingu við almenna fjarskiptanetið. Sveitarstjórn Dalabyggðar fjallaði um það skjal 15. apríl 2014 og sendi frá sér bókun um mikilvægi ljósleiðaravæðingar fyrir dreifbýli. Bókun sveitarstjórnar 15. apríl 2014 …

Vinnusmiðja um gerð styrkumsókna

DalabyggðFréttir

Föstudaginn 23. janúar í Leifsbúð, Búðardal kl. 13-16 verður vinnusmiðja um gerð styrkumsókna á vegum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands. Í vinnusmiðjunni verður farið yfir undirstöðuatriði í gerð umsókna um styrki í innlenda sjóði. Farið verður yfir undirbúning fyrir umsóknir og hvernig styrkumsóknir eru ritaðar. Að vinnusmiðjunni lokinni gefst þátttakendum kostur á skrifa umsókn og skila til leiðbeinanda innan 14 daga. Leiðbeinandi fer …

Skátafélagið Stígandi vorið 2015

DalabyggðFréttir

Fyrstu skátafundirnir verða fimmtudaginn 15. janúar hjá dreka- og fálkaskátum og mánudaginn 19. janúar hjá dróttskátum. Fyrstu skátafundir vorönn 2015 verða Drekaskátar 3.-4. bekkur. Fimmtudaginn 15. janúar kl. 15:20-16:30. Mæta með nesti. Umsjón Kristján Meldal og Aníta. Fálkaskátar 5.-7. bekkur. Fimmtudaginn 15. janúar kl. 13:50-15:05. Ekki með nesti. Umsjón Þórey, Unnur og Anna Magga. Dróttskátar 8.-10. bekkur. Mánudaginn 19. janúar …

Sýslumaðurinn á Vesturlandi – Starf í Búðardal

DalabyggðFréttir

Laust er til umsóknar 65% starf á skrifstofu Sýslumannsins á Vesturlandi með starfsstöð í Búðardal. Starfið felst í símsvörun fyrir allar skrifstofur embættisins á Vesturlandi. Hæfniskröfur: Almenn tölvukunnátta er nauðsynleg svo og jákvæðni, þolinmæði og þjónustulund. Tungumálakunnátta er æskileg. Laun skv. gildandi samkomulagi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Nánari upplýsingar um starfið veitir Eva Eðvarsdóttir starfsmannastjóri í síma 458 2300 á …

Hækkun fasteignagjalda á heimagistingu

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum að íbúðarhúsnæði sem nýtt er til ferðaþjónustu fari úr gjaldflokki A í gjaldflokk C frá og með áramótum 2016.

Húsaleigubætur

DalabyggðFréttir

Leigjendur geta átt rétt á húsaleigubótum skv. lögum nr. 138/1997 um húsaleigubætur. Umsóknir um húsaleigubætur þurfa að berast skrifstofu Dalabyggðar fyrir 16. janúar 2015. Berist umsókn síðar verða húsaleigubætur ekki greiddar vegna þess mánuðar. Upplýsingar um húsaleigubætur og umsóknarblöð eru á heimasíðu Dalabyggðar og á skrifstofu sveitarfélagsins. Með umsókn skulu fylgja – frumrit þinglýsts húsaleigu-samnings – íbúavottorð frá þjóðskrá – …

Brenna í Búðardal

DalabyggðFréttir

Kveikt verður í brennunni á gamla fótboltavellinum í Búðardal kl. 20:30 á gamlárskvöld. Flugeldasýning í boði Dalabyggðar verður eftir að kveikt hefur verið í brennunni.