Hundahald í Búðardal

DalabyggðFréttir

Minnt er á að hundahald í Búðardal sætir nokkrum takmörkunum samanber samþykkt um hundahald í Dalabyggð. Takmarkanirnar eru m.a. eftirfarandi – eiganda er skylt að skrá hund sinn á skrifstofu Dalabyggðar. – eiganda er skylt að kaupa ábyrgðartryggingu hjá viðurkenndu tryggingarfélagi. – óheimilt er með öllu að láta hunda ganga lausa, en heimilt er að hafa þá í taumi úti …

Sjálfboðavinnuverkefni

DalabyggðFréttir

Til sjálfboðavinnuverkefna í Dalabyggð eru til ráðstöfunar samkvæmt fjárhagsáætlun2014 allt að 1 milljón króna. Framlögin skulu nýtt til efniskaupa og vélavinnu. Reglur um sjálfboðavinnuverkefni og umsóknareyðublöð eru á vef Dalabyggðar. Umsóknarfrestur er til 2. maí 2014. Byggðarráð afgreiðir umsóknir. Almenn skilyrði fyrir úthlutun framlaga eru að umsækjandi eigi lögheimili í Dalabyggð, sé ekki í vanskilum við sveitarfélagið og að umsókninni …

Karlakórinn Söngbræður

DalabyggðFréttir

Karlakórinn Söngbræður verður með söngskemmtun í Dalabúð fimmtudaginn 3. apríl kl. 20:30. Karlakórinn Söngbræður var stofnaður í uppsveitum Borgarfjarðar 1978. Kórfélagar voru fyrst í stað aðallega úr uppsveitum Borgarfjarðar, en nú eru söngmenn úr öllum Borgarfirði, sunnan Skarðsheiðar og vestur í Hnappadal, einnig eru söngmenn úr Dölum og norðan af Ströndum. Kórinn hefur gefið út einn hljómdisk „Vorvindar“ og hefur …

Sýsluskrifstofa

DalabyggðFréttir

Vegna funda verður Sýsluskrifstofan í Búðardal lokuð föstudaginn 4. apríl.

Sorpflokkunarhús

DalabyggðFréttir

Vegna tafa á afhendingu verður sorpflokkunarhúsið (kráin) í endurvinnslustöðinni við Vesturbraut ekki tilbúin til notkunar fyrr en síðar í vikunni. Beðist er afsökunar á óþægindum sem þetta kann að valda. Sveitarstjóri

Atvinnuráðgjafi SSV

DalabyggðFréttir

Ólafur Sveinsson atvinnuráðgjafi SSV verður ekki við í Búðardal á morgun, þriðjudaginn 1. apríl, eins og áður var auglýst. En hann verður þess í stað miðvikudaginn 2. apríl kl. 13-15.

Félagsvist í Árbliki

DalabyggðFréttir

Kvenfélagið Fjóla verður með þriðja og síðasta spilakvöld vetrarins í Árbliki laugardaginn 29. mars kl. 20:30. Aðgangseyrir er 800 kr og frítt fyrir 14 ára og yngri. Kaffiveitingar verða að lokinni spilamennsku.

Karlakórinn Lóuþrælar

DalabyggðFréttir

Karlakórinn Lóuþrælar úr Húnaþingi vestra halda tónleika í Búðardal fimmtudaginn 27. mars kl. 21. Söngstjóri er Guðmundur St. Sigurðsson, undirleikari Elínborg Sigurgeirsdóttir og einsöngvari Guðmundur Þorbergsson. Aðgangseyrir er 3.000 kr (enginn posi) og frítt fyrir 14 ára og yngri.

Dalir og hólar – litir 2014

DalabyggðFréttir

Óskað eftir uppástungum frá heimamönnum um sýningarstaði fyrir myndlistasýninguna DALIR og HÓLAR 2014. Myndlistasýningin DALIR og HÓLAR er nú í undirbúningi og verður þetta í 5. skipti sem sýningin er haldin. Sýningarnar draga nafn sitt af staðsetningu, Dalabyggð og Reykhólasveit, nánar tiltekið svæðinu við Breiðafjörð og í Dölum. Verkefnið byggist ekki síst á góðu samstarfi við heimamenn og aðila á …

Auðarskóli – skólaliði

DalabyggðFréttir

Vegna forfalla vantar tímabundið skólaliða til starfa í grunnskóladeild Auðarskóla. Um er að ræða 75 % starf. Áhugasamir hafi samband við Eyjólf Sturlaugsson skólastjóra í síma 899 7037 eða á netfangið eyjolfur @audarskoli.is