Bingó í Árbliki

DalabyggðFréttir

Kvenfélagið Fjóla heldur bingó í Árbliki föstudaginn 17. janúar kl. 20. Spjaldið kostar 500 kr og veglegir vinningar í boði.

Tómstundabæklingur – breytingar

DalabyggðFréttir

Viðbætur og breytingar eru hjá skátunum frá útgefnum tómstundabæklingi. Eru þar m.a. breytingar á fundatímum, en skátastarfið hefst þriðjudaginn 14. janúar hjá dróttskátum og fimmtudaginn 16. janúar hjá fálka- og drekaskátum.

Húsaleigubætur 2014

DalabyggðFréttir

Umsóknir um húsaleigubætur þurfa að berast skrifstofu Dalabyggðar fyrir 16. janúar 2014. Berist umsókn síðar verða húsaleigubætur ekki greiddar vegna þess mánuðar. Leigjendur geta átt rétt á húsaleigubótum skv. lögum nr. 138/1997 um húsaleigubætur. Upplýsingar um húsaleigubætur og umsóknarblöð eru á heimasíðu Dalabyggðar og á skrifstofu sveitarfélagsins. Með umsókn skulu fylgja · frumrit þinglýsts húsaleigusamnings · íbúavottorð frá þjóðskrá · …

Þorrablót Laxdælinga

DalabyggðFréttir

Þorrablót Laxdælinga verður haldið í 60. sinn laugardaginn 25. janúar í Dalabúð. Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20:00. Dalakot reiðir fram þorramatinn og Hlynur Ben. og hljómsveit halda uppi stuðinu.   Miðapantanir þurfa að berast Eddu í síma 434 1220/849 5983, Siggu í síma 434 1384 Soffíu í síma 487 1477 í síðasta lagi miðvikudaginn 22. janúar. …

Tómstundabæklingur vor 2014

DalabyggðFréttir

Tómstundabæklingur Dalabyggðar fyrir vorönn 2014 er komin út. Hægt er að ná í PDF útgáfu af honum hér á vef Dalabyggðar. Á vorönn 2014 verður m.a. í boði skátastarf, knattspyrna, glíma, björgunarsveitaræfingar, gönguhópur aldraðra, líkamsrækt og ýmislegt fleira. Ritstjóri og ábyrgðarmaður tómstundabæklings er Svala Svavarsdóttir. Leiðréttingum og viðbótum skal komið til ritstjóra og verða þær þá birtar hér á vefnum.

Nýjar gjaldskrár 2014

DalabyggðFréttir

Álagningarhlutfall útsvars verður 14,52%. Álagningarhlutföll fasteignaskatts, lóðarleigu, holræsagjalds og vatnsskatts verði óbreytt frá yfirstandandi ári. Í fjárhagsáætlun Dalabyggðar fyrir árið 2014 hækka gjaldskrár almennt um 4,2% eða sem nemur hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2013. Gjaldskrár leikskóla, mötuneytis leik- og grunnskóla og tónlistarskóla hækka þó minna eða um 2,5%. Nýjar gjaldskrár Dalabyggðar er taka gildi 1. janúar 2014.

Jólaball Lions

DalabyggðFréttir

Sunnudaginn 29. desember verður hið árlega jólaball Lionsklúbbs Búðardals haldið í Dalabúð og hefst kl. 15. Boðið verður uppá heitt súkkulaði með rjóma en eins og venjulega er fólk beðið um að koma með smákökur eða eitthvað annað gott til að hafa með. Jólasveinar mæta á svæðið og aldrei er að vita hvað þeir hafa í pokanum sínum.

Spilakvöld Nemendafélags Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Spilakvöld Nemendafélags Auðarskóla er vera átti í kvöld, föstudaginn 27. desember, er frestað vegna slæmrar veðurspár. Ný tímasetning verður auglýst síðar.

Skrifstofa Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Skrifstofa Dalabyggðar verður lokuð á aðfangadag 24. desember, föstudaginn 27. desember og gamlársdag 31. desember.