Tómstundabæklingur Dalabyggðar fyrir vorönn 2014 er komin út. Hægt er að ná í PDF útgáfu af honum hér á vef Dalabyggðar.
Á vorönn 2014 verður m.a. í boði skátastarf, knattspyrna, glíma, björgunarsveitaræfingar, gönguhópur aldraðra, líkamsrækt og ýmislegt fleira.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður tómstundabæklings er Svala Svavarsdóttir. Leiðréttingum og viðbótum skal komið til ritstjóra og verða þær þá birtar hér á vefnum.