Leifsbúð

DalabyggðFréttir

Starfskraft vantar í 50% starf í Leifsbúð. Þjónustulund er skilyrði, en æskilegt er að viðkomandi geti talað góða íslensku og ágæta ensku. Viðkomandi þarf að getað hafið störf sem fyrst. Frekari upplýsingar eru hjá Freyju í síma 869 6463 eða hjá Vinnumálastofnun Vesturlands. Einnig er hægt að senda umsóknir á leifsbud@dalir.is eða hjá vinnumálastofnun inni á vef þeirra vinnumalastofnun.is undir …

Krabbameinsleit

DalabyggðFréttir

Krabbameinsleit verður á heilsugæslunni í Búðardal 7. – 8. október. Tímapantanir eru í síma 432 1450.

Tómstundir haust 2013

DalabyggðFréttir

Tómstundabæklingur fyrir haustönn 2013 er nú kominn út. Ritstjóri sem fyrr er Svala Svavarsdóttir. Í boði er íþróttaskóli fyrir yngstu börnin, skátastarf, glíma, knattspyrna, kirkjuskóli og fleira. Tómstundabæklingur haust 2013

Fjölskyldu- og vinahátíð á Fellsenda

DalabyggðFréttir

Heimilis- og starfsfólk Fellsenda býður til fjölskyldu- og vinahátíð á Fellsenda laugardaginn 5. október kl. 14. Starfsemi hjúkrunarheimilisins verður kynnt, tónlistaratriði, helgistund, sölusýningar á munum gerðum í iðjunni og kaffiveitingar

Tillaga að breytingu aðalskipulags Dalabyggðar 2004-2016

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fund sínum þann 17.september sl. að auglýsa lýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi skv. skipulagslögum nr. 123/2010. Breytingarnar eru eftirtaldar: · Afmörkun á svæði undir sorpurðun í landi Höskuldsstaða í Laxárdal. · Færsla vegar við Fellsenda í Miðdölum á rúmlega 1 km löngum kafla, auk nýrrar brúar og tilfærslu á námu, E14 Lýsingin er birt á …

Hönnunarsamkeppni FSD og Ístex

DalabyggðFréttir

Árleg hönnunarsamkeppni Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu og Ístex verður á haustfagnaði FSD fyrsta vetrardag. Ekki eru ráð nema í tíma séu tekin og að þessu sinni skal hanna eitthvað til að verma háls/herðar. Tækni er frjáls; prjónar, heklunál, þæfing eða hvað annað sem henta þykir. En að sjálfsögðu skal unnið með íslenska ull. Sjálf hönnuarsamkeppnin er laugardaginn 26. október í …

Ljósmyndasamkeppni FSD

DalabyggðFréttir

Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu efnir til ljósmyndasamkeppni þar sem eitthvert skemmtilegt augnablik er fangað á milli smalans, sauðkindarinnar, smalahundsins og smalahestsins. eða bara einhvert skemmtilegt tengt sauðkindinni úr leitum, réttum og smalamennskum hér í Dalasýslu. Því ættu allir að hafa myndavélina alltaf við höndina þegar verið er að ragast í fénu. Myndirnar skulu sendar á netfangið bjargeys@simnet.is í síðasta lagi …

Siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Ný sveitarstjórnarlög tóku gildi 1. janúar 2012. Samkvæmt 29. grein þeirra laga skulu sveitarstjórnir setja sér siðareglur og senda þær ráðuneytinu til staðfestingar. Þá skulu siðareglur sveitarstjórnar birtar opinberlega á vefsíðu sveitarfélagsins eða á sambærilegan hátt.   Siðareglur kjörinna fulltrúa í Dalabyggð voru samþykktar á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar 18. júní 2013 og staðfestar af innanríkisráðuneytinu 3. september. Siðareglur kjörinna fulltrúa …

Réttamyndir Tona

DalabyggðFréttir

Í myndasafninu er nú að finna myndir úr nokkrum réttum haustsins teknar af Birni Antoni Einarssyni. Eru þetta myndir úr Ljárskóga-, Brekku-, Skerðingsstaða-, Gillastaða- og Fellsendaréttum. Myndasafn

Átak til atvinnusköpunar

DalabyggðFréttir

Átak til atvinnusköpunar er styrkáætlun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins fyrir nýsköpunarverkefni og markaðsaðgerðir starfandi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur umsjón með umsóknarferlinu fyrir hönd atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Umsóknarfrestur til 19. september nk. Markmið verkefnisins er að styðja við þróun nýsköpunarhugmynda á fyrri stigum sem hlotið gætu frekari fjármögnun sjóða og fjárfesta og að styðja við undirbúning og framkvæmd markaðsaðgerða í …