Átak til atvinnusköpunar

DalabyggðFréttir

Átak til atvinnusköpunar er styrkáætlun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins fyrir nýsköpunarverkefni og markaðsaðgerðir starfandi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja.
Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur umsjón með umsóknarferlinu fyrir hönd atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.
Umsóknarfrestur til 19. september nk.
Markmið verkefnisins er að styðja við þróun nýsköpunarhugmynda á fyrri stigum sem hlotið gætu frekari fjármögnun sjóða og fjárfesta og að styðja við undirbúning og framkvæmd markaðsaðgerða í frumkvöðla og sprotafyrirtækjum.
Styrkir geta að hámarki numið 50% af heildarkostnaði verkefnisins.

Afar mikilvægt er að umsóknir séu vel gerðar og að öll gögn fylgi með þeim. Sé umbeðnum gögnum ekki skilað fyrir auglýstan umsóknarfrest, áskilur stjórn Átaks til atvinnusköpunar sér rétt til að hafna umsókn.
Ekki er veittur styrkur til fjárfestinga.
Allar nánari upplýsingar er að finna á vef Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei