Ljósmyndasamkeppni FSD

DalabyggðFréttir

Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu efnir til ljósmyndasamkeppni þar sem eitthvert skemmtilegt augnablik er fangað á milli smalans, sauðkindarinnar, smalahundsins og smalahestsins. eða bara einhvert skemmtilegt tengt sauðkindinni úr leitum, réttum og smalamennskum hér í Dalasýslu.
Því ættu allir að hafa myndavélina alltaf við höndina þegar verið er að ragast í fénu. Myndirnar skulu sendar á netfangið bjargeys@simnet.is í síðasta lagi mánudaginn 21. október 2013.
Úrslit og verðlaunaafhending verða síðan laugardagskvöldið 26. október 2013.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei