Siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Ný sveitarstjórnarlög tóku gildi 1. janúar 2012. Samkvæmt 29. grein þeirra laga skulu sveitarstjórnir setja sér siðareglur og senda þær ráðuneytinu til staðfestingar. Þá skulu siðareglur sveitarstjórnar birtar opinberlega á vefsíðu sveitarfélagsins eða á sambærilegan hátt.

 

Siðareglur kjörinna fulltrúa í Dalabyggð voru samþykktar á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar 18. júní 2013 og staðfestar af innanríkisráðuneytinu 3. september.
Siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Dalabyggð gilda fyrir kjörna sveitarstjórnarfulltrúa sem og alla aðra sem kjörnir eru eða valdir til setu í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum Dalabyggðar.
Siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Dalabyggð eru aðgengilegar á vef sveitarfélagsins undir stjórnsýslu ásamt öðrum samþykktum og reglum sveitarfélagsins.

Siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Dalabyggð

Sveitarsjórnarlög nr. 138/2011

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei