Jólatré 2019

DalabyggðFréttir

Jólatré sveitarfélagsins verður eins og fyrri ár staðsett við Auðarskóla. Kveikt verður á ljósunum föstudaginn 29. nóvember og verður dagskráin í ár með örlítið breyttu sniði.   Kl. 17 verður opinn skátafundur í Dalabúð þar sem boðið verður upp á kakó, mandarínur, kökur, söng og skemmtun.  Síðan verður farið út, kveikt á ljósunum, sungið og dansað.   Allir eru velkomnir.

Hugarflugsfundur um framtíð Byggðarsafns

DalabyggðFréttir

Um tíma hefur legið í loftinu að Byggðasafni Dalamanna þurfi að finna nýjan stað undir starfsemi sína.   Undirbúningur er hafinn í tengslum við það ferli og hefur menningarmálanefnd Dalabyggðar ákveðið að efna til opins hugarflugsfundar þar sem íbúar Dalabyggðar fá tækifæri til að koma viðhorfum sínum á framfæri á fyrirkomulagi Byggðasafnsins.   Fundurinn fer fram fimmtudaginn 28. nóvember kl. …

Rúlluplast

DalabyggðFréttir

Rúlluplasti verður safnað á lögbýlum vikuna 25.-29. nóvember. Nánari tímasetningar á einstaka bæi koma í smáskilaboðum frá söfnunaraðila.   Á heimasíðu Dalabyggðar er að finna upplýsingabækling um söfnun á rúlluplasti til endurvinnslu.   Eftirnæstu söfnun er mikilvægt að net, stórsekkir, svart plast og bönd séu ekki innan um rúlluplastið. Mikilvægt er að halda svörtu rúlluplasti aðskildu, til að hægt verði að taka …

Markaskrá 2020

DalabyggðFréttir

Árið 2020 á að gefa út nýjar markaskrár um allt land.   Vegna útgáfu markaskrár fyrir Dalasýslu hefur eigendum marka í sýslunni verið sent blað með lista yfir þau mörk sem þeir eru skráðir fyrir í markaskrá árið 2012. Markaeigendur eru beðnir að yfirfara blaðið og ákveða hvaða mörk þeir vilja skrá í næstu markaskrá. Framangreint blað á síðan að …

Deiliskipulag – Borgarbraut

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 12. september 2019 að endurauglýsa tillögu að deiliskipulagi í Búðardal skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.   Deiliskipulagið er fyrir stækkun íbúðarsvæðis við Borgarbraut í Búðardal. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Svæðið afmarkast af Miðbraut í norðri, lóðum austan við Borgarbraut að austan og sunnan og af nýjum lóðum að vestan. Í …

Umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands

DalabyggðFréttir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands. Veittir verða styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar, verkefnastyrkir til menningarmála auk stofn- og rekstrarstyrkja til menningarmála. Umsóknarfrestur er til miðnættis 12. desember 2019.

Íbúafundur

DalabyggðFréttir

Íbúafundur verður haldinn fimmtudaginn 7. nóvember kl. 20:00 í Dalabúð.   Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 1. Kynning á fjárhagsáætlun Dalabyggðar 2020 – 2023. 2. Framtíðin varðandi meðferð og förgun sorps. Stefán Gíslason, umhverfisfræðingur og framkvæmdastjóri UMÍS ehf. Environce, verður með kynningu. 3. Niðurstöður stefnumótunar í framhaldi af íbúaþingi.

Rafmagnstruflanir

DalabyggðFréttir

Vegna undirbúnings fyrir viðhaldsvinnu Landsnets gæti komið til rafmagnstruflana á Snæfellsnesi, Snæfellsbæ, Grundarfirði, Stykkishólmi, Kolbeinsstaða-, Eyja- og Miklaholtshreppi, Skógarströnd og Suður Dölum föstudaginn 1. nóvember milli kl. 17 og 18.   Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof.

SSV 50 ára

DalabyggðFréttir

Haldið verður upp á 50 ára afmæli Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) föstudaginn 15. nóvember 2019 í Hjálmakletti.   Framtíð Vesturlands Kl. 13:00 Ávarp – Eggert Kjartansson formaður SSV Kl. 13:15 Sviðsmyndagreining um þróun atvinnulífs á Vesturlandi – Sævar Kristinsson KPMG kynnir nýja skýrslu KL. 14:00 Sýn ungra Vestlendinga á framtíð landshlutans – Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður – Auður Kjartansdóttir lögfræðingur …

Sóknaráætlun Vesturlands 2020-2024

DalabyggðFréttir

Sóknaráætlun Vesturlands fyrir árin 2020-2024 hefur verið sett í opið samráðferli þar sem allir geta sent inn ábendingar og tillögur varðandi áætlunina, markmið hennar og innihald. Umsagnarfrestur er til og með 14. nóvember nk Sóknaráætlun Vesturlands 2020-2024 er þróunaráætlun landshlutans og felur í sér stöðumat hans, framtíðarsýn, markmið og áherslur til að ná fram þeirri framtíðarsýn. Sóknaráætlun Vesturlands byggir á …