Haustfagnaður FSD 2019

DalabyggðFréttir

Árlegur haustfagnaður FSD verður dagana 24. – 25. október.   Föstudaginn 25. október kl. 18 verður lambhrútasýning, opin fjárhús og fleira á Stóra-Vatnshorni í Haukadal. Þar mæta til leiks best dæmdu lambhrútar úr suðurhluta Dalasýslu.  Sýningarstjóri verður Jón Ingi Ólafsson og dómarar Árni B. Bragason og Lárus G. Birgisson.   Laugardaginn 26. október kl. 11 verður lambhrútasýning, opin fjárhús, verðlaunaafhendingar og önnur dagskrá …

Rafmagnstruflanir

DalabyggðFréttir

Vegna undirbúnings fyrir viðhaldsvinnu Landsnets gæti komið til rafmagnstruflana á Skógarströnd og í Suður Dölum, föstudaginn 25. október milli kl. 14 og 15.   Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390 og kort af svæðinu má sjá á heimasíðu RARIK.

Fram á völlinn

DalabyggðFréttir

Verkefnið, Fram á völlinn  er samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og kemur í kjölfar verkefnisins Gríptu boltann sem Framleiðnisjóður stóð að.     Markmið verkefnisins er að hvetja til nýsköpunar í sveitum landsins og efla þannig fjölbreytni í atvinnulífi og auka lífsgæði.   Verkefnið nær til landsins alls en framkvæmdin verður á afmörkuðum svæðum hverju sinni. Á haustmisseri 2019 kemur …

Félag eldri borgara – dagskrá til apríl 2020

DalabyggðFréttir

Félag eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi stendur fyrir fjölbreyttu félagsstarfi. Á mánudögum og föstudögum er gengið kl. 10:30 og endað í kaffispjalli á Silfurtúni. Á fimmtudögum er breytileg dagskrá.   Október 10. október. RK húsið. Létt kynning og kaffi á dagskrá vetrarins kl. 13:30. 17. október. RK húsið. Bingó kl. 13:30. 24. október. RK húsið. Félagsvist kl. 13:30. 31. október. …

Framtíð Breiðafjarðar

DalabyggðFréttir

Fræðslu- og umræðuþing á vegum Breiðafjarðarnefndar og Umhverfis- auðlindaráðuneytis um framtíð Breiðafjarðar verður í Tjarnarlundi miðvikudaginn 23. október kl. 11-16.   Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir, en skráning þó nauðsynleg á netfangið breidafjordur @nsv.is.   Dagskrá 11:00 Setning. Erla Friðriksdóttir formaður Breiðafjarðarnefndar. 11:10 Ávarp umhverfisráðherra. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra. 11:25 Sérstaða Breiðafjarðar. Róbert Arnar Stefánsson.  Náttúrustofa Vesturlands. 11:55 Breiðafjörður sem Ramsarsvæði. Trausti Baldursson. …

Rafmagnstruflanir á Skógarströnd og í Suðurdölum

DalabyggðFréttir

Vegna undirbúnings fyrir vinnu Landsnets í þessari viku gæti komið til rafmagnstruflana á Snæfellsnesi, Kolbeinsstaðahrepp, Eyja og Miklaholtshreppi, Skógarströnd og Suðurdölum í dag milli kl. 17 og 18. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390.

Kór eldriborgara

DalabyggðFréttir

Söngæfing kórs eldri borgara verður í Tjarnarlundi sunnudaginn 6. október kl. 20. Meðal annars verður rædd hugmynd um að kórar eldri borgara syngi saman í Eldborgarsal Hörpunnar 1. desember næstkomandi.

Landsæfing björgunarsveita 2019

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 5. október n.k. verður landsæfing björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar haldin í Snæfellsbæ. Svæðisstjórn á svæði 5 og fulltrúar björgunarsveitanna á Snæfellsnesi og í Dölum bera hitann og þungan af undirbúningi og framkvæmd æfingarinnar. Leitað hefur verið lengi eftir aðstoð slysavarnadeildanna á svæðinu, líkt og gerist þegar útköll verða.   Gert er ráð fyrir um 300 þátttakendum víðs vegar að af …

Bólusetning gegn árlegri inflúensu

DalabyggðFréttir

Bólusetning gegn árlegri inflúensu er hafin á heilsugæslustöðvunum í Búðardal og á Reykhólum.   Bóluefnið inniheldur vörn gegn inflúensu A(H1N1), A(H3N2) og inflúensu B.   Sóttvarnalæknir mælist til að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar: – Allir einstaklingar 60 ára og eldri. – Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og …

Rafmagnslaust á Fellsströnd

DalabyggðFréttir

Rafmagnslaust verður á Fellsstrandarlínu frá Hellu að Klofningi mánudaginn 16. september kl. 13 – 16 vegna spennaskipta. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar.  Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390.