Hérna er verið að stilla upp fyrir Sviðaveislu í Dalabúð en veislan er fyrir löngu orðin landsfræg.

Tilkynning frá FSD

DalabyggðFréttir

Stjórn FSD hefur tekið þá ákvörðun að aflýsa árlegri sviðaveislu, grilli og balli vegna COVID-19.
Hérna fyrir neðan má lesa tilkynningu stjórnar FSD:

Okkur í stjórninni þykir miður að tilkynna þá ákvörðun sem við höfum tekið varðandi haustfagnaðinn. Stjórinni þykir það eina rétta í stöðunni að blása af sviðaveisluna, grillveisluna og ballið vegna Covid-19 veirunnar. Þetta var allt komið í undirbúning og okkur farið að hlakka mikið til rétt eins og ykkur en vegna fjöldatakmarkanna, 2m reglu og fyrst og fremst algjörrar óvissu um hvernig ástandið verður í haust þá vonum við bara að við náum að vinna bug á þessari veiru og komum enn sterkari og skemmtanaglaðari inn á næsta ári. Við tökum það fram að við reiknum með met þátttöku í ljósmyndasamkeppninni þar sem allir hafa væntanlega ekkert nema tíma til að mynda alla hrútana sem eru þemað okkar í ár svona þegar ekkert annað má gera sér til dagamunar vegna Covid-19.

Kveðja Stjórn FSD.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei