Opið fyrir umsóknir í Matvælasjóð

DalabyggðFréttir

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, opnaði í dag formlega fyrir umsóknir í nýjan Matvælasjóð. Umsóknarfrestur er til og með 21. september 2020

Frumvarp ráðherra um stofnun sjóðsins var samþykkt á Alþingi í apríl sl. og var alls 500 milljónum króna varið til stofnunar sjóðsins og verður þeim úthlutað á þessu ári. Hlutverk sjóðsins að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum.

Áhersla er lögð á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu. Markmið sjóðsins er að ná til verkefna á öllum stigum, allt frá hugmyndum til markaðssetningar og hagnýtra rannsókna.

Matvælasjóður hefur fjórar deildir:

Kelda styrkir rannsóknaverkefni sem miða að því að skapa nýja þekkingu.

Afurð styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi en eru þó ekki tilbúin til markaðssetningar, en leiða af sér afurð.

Bára styrkir verkefni á hugmyndastigi. Styrkur úr Báru fleytir hugmynd yfir í verkefni.

Fjársjóður styrkir sókn á markað. Fjársjóður er samansafn verðmætra hluta og styrkir fyrirtæki til að koma sínum verðmætum á framfæri.

Allar nánari upplýsingar um Matvælasjóð má finna á vefsíðunni www.matvaelasjodur.is

Atvinnuráðgjafar SSV bjóða upp á ráðgjöf og aðstoð við gerð styrkumsókna til Matvælasjóðs.

Hægt er að hafa beint samband atvinnuráðgjafa:
Helga Guðjónsdóttir   helga@ssv.is   s: 895-69707
Ólafur Sveinsson   olisv@ssv.is  s: 892-3208
Ólöf Guðmundsdóttir   olof@ssv.is   s: 898-0247

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei