Óskað eftir framboðum í ungmennaráð Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Fræðslunefnd Dalabyggðar óskar eftir framboðum í ungmennaráð. Í ungmennaráði geta orðið allir þeir sem eiga lögheimili í Dalabyggð og eru á aldrinum 14 – 20 ára. Hlutverk ungmennaráðs er m.a.: Að veita sveitarstjórn ráðgjöf um málefni ungs fólks í sveitarfélaginu. Að gæta hagsmuna ungs fólks, koma skoðunum þeirra og  tillögum til skila. Að veita ungu fólki fræðslu og þjálfun í …

Laust starf: Starfsmaður við heimaþjónustu

DalabyggðFréttir

Starfsmann vantar hjá félagsþjónustu Dalabyggðar við heimaþjónustu á allt að 6 heimilum. Í félagslegri heimaþjónustu er veitt aðstoð við þrif, heimilisstörf og/eða félagslegur stuðningur til að gera viðkomandi kleift að búa á eigin heimili við sem eðlilegastar aðstæður. Umsækjandi þarf að vera stundvís, áreiðanlegur, heiðarlegur og hafa góða samskiptahæfileika. Öll eldri en 17 ára (með bílpróf) hvött til að sækja …

Augnlæknir í Búðardal 

DalabyggðFréttir

Guðrún J. Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni í Búðardal fimmtudaginn 14. september n.k. Tímapantanir eru í síma 432 1450

Réttir og fjallskil í Dalabyggð 2023

DalabyggðFréttir

Meðfylgjandi er yfirlit yfir lögréttir í Dalabyggð haustið 2023, fjallskilaseðla má skoða hér fyrir neðan utan Skógarstrandar sem skipta með sér verkum án útreiknings.

Auglýst eftir umsóknum: Flokkun í anda hringrásarhagkerfis

DalabyggðFréttir

SSV auglýsir eftir áhugasömum rekstraraðilum á Vesturlandi til að taka þátt í verkefni um bætta úrgangsstjórnun. Verkefnið er hluti af áhersluverkefni Sóknaráætlunar 2020-2024 sem nefnist Flokkun í anda hringrásarhagkerfis. Rekstraraðilar þar sem líklegt er að mest falli til af lífrænum úrgangi eiga kost á að taka þátt í verkefninu og er áhersla lögð á eftirtalda flokka: Matvöruverslanir Matvælavinnslur Veitingastaðir Valin verða …

Skimun fyrir krabbameini í Búðardal

DalabyggðFréttir

Athugið vel hvert skal hringja til að panta tíma    English & Polska: Skimanir   Skimun fyrir brjóstakrabbameini verður 4.-5. september Tímapantanir eru í síma 513 6700 milli kl. 8:30 og 12:00 alla virka daga.  Einnig er hægt að senda tölvupóst á krabbameinsskimun@heilsugaeslan.is   Konur sem hafa fengið boðsbréf eru hvattar til að panta tíma í skimun fyrir brjóstakrabbameini Núna er …

Vinnufundur sveitarstjórnar 22.08.2023

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar hélt vinnufund sinn að Vogi á Fellsströnd, þriðjudaginn 22. ágúst 2023. Meirihluti aðal- og varamanna mætti á fundinn ásamt starfsfólki skrifstofu sveitarfélagsins.  Fundurinn hófst á yfirferð Haralds Reynissonar, endurskoðanda Dalabyggðar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023-2024.   Þá fór Björn Bjarki Þorsteinsson yfir stöðu ýmissa verkefna frá kosningum og vinnufundi sveitarstjórnar í fyrra og hvaða málum væri verið að …

Íbúðir til leigu í Bakkahvammi / Apartments for rent in Bakkahvammur

DalabyggðFréttir

English below Opið er fyrir umsóknir um íbúðir að Bakkahvammi 15a-c, 370 Búðardal. Um er að ræða þrjár íbúðir, tvær eru 84,2fm og ein er 84,1. Samliggjandi stofa og eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi, geymsla, þvottahús og anddyri. Leiguverð er 185.000 kr.- (fyrir utan hita og rafmagn) á íbúð a og c en 184.000 kr.- á íbúð b. Leiguverð er tengt …

Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15-17 ára

DalabyggðFréttir

Ungmenni 15-17 ára sem eru í framhaldsskólum eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Stuðningurinn er ætlaður foreldrum/forsjáraðilum ungmenna sem leigja herbergi á heimavist, á námsgörðum, eða leiguherbergi á almennum markaði og njóta ekki réttar til húsnæðisbóta vegna aldurs. Samkvæmt reglum skal umsókn berast fyrir 15. þess mánaðar sem greitt er fyrir og ekki greitt aftur í tímann. Umsókn gildir fyrir hverja …