Samstarfssamningur við Skátafélagið Stíganda undirritaður

DalabyggðFréttir

Í dag var undirritaður samstarfssamningur milli Dalabyggðar og Skátafélagsins Stíganda.

Markmið samningsins er meðal annars að skilgreina og efla tengsl sveitarfélagsins og skátafélagsins með það að markmiði að styrkja Dalabyggð frekar sem áhugaverðan og góðan búsetukost, þar sem m.a. fari fram kraftmikið skátastarf, íbúum sveitarfélagsins til heilla. Samningurinn byggir á farsælu og nánu samstarfi samningsaðila til nokkurra ára og hefur að markmiði að móta samskipti þeirra til framtíðar. Með samningnum viðurkennir sveitarfélagið það mikilvæga hlutverk sem skátahreyfingin gegnir gagnvart íbúum sveitarfélagsins.

Með samningnum fær klúbburinn afnot af aðstöðu fyrir bæði búnað og fundi ásamt rekstrarframlagi en framlag samningsins er metið á  990.000 kr.-

Samningurinn gildir til ársloka 2026 og er það von Dalabyggðar að með samningnum fái skátastarfið að blómstra áfram, styrkja og efla þátttakendur.

Stígandi hefur verið virkur þátttakandi í viðburðum í héraðinu sl. ár, m.a. staðið heiðursvörð á 17. júní, tekið þátt á bæjarhátíðum og haft hreinsunardag í Búðardal.

Samningurinn verður lagður fram til afgreiðslu sveitarstjórnar á næsta fundi hennar, þann 16. maí n.k.

Það voru þau Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggðar og Katrín Lilja Ólafsdóttir f.h. Stíganda sem undirrituðu samninginn. 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei