Útboð: Skólaakstur á leið 8

DalabyggðFréttir

Dalabyggð auglýsir eftir tilboðum í skólaakstur á leið 8 sem hefst við Hróðnýjarstaði. Skólaárið 2022-2023 er áætluð akstursvegalengd 20 km á dag (2 x 10 km). Skólatími er áætlaður u.þ.b. 180 dagar. Áætlaður nemendafjöldi á akstursleiðinni skólaárið 2022-2023 er 4 börn. Það skal tekið fram að nemendafjöldi og akstursleið geta breyst. Ekið er að morgni samkvæmt eftirfarandi bæjarröð: Hróðnýjarstaðir Nemendur …

Tilkynning frá bókaverði

DalabyggðFréttir

Vegna færslu milli nýrra tölvukerfa hefur það gerst að fólk er að fá tilkynningar um vanskil og sektir á bókum sem það hefur þegar skilað. Bókavörður biðst velvirðingar á þessu, og mun yfirfara og laga allar færslur og fella niður sektir þar sem það á við, þegar nýtt kerfi er að fullu komið í notkun.

Bókabingó – Lestrarátak í Dalabyggð sumarið 2022

DalabyggðFréttir

Markmið með lestrarátaki yfir sumartímann er að hvert barn lesi í sumar, viðhaldi leshraða, lesskilningi og njóti lestursins. Lestur ýtir undir betri og fjölbreyttari orðaforða, styður við þroska barna og eykur þekkingu þeirra á svo margan hátt. Skólar og bókasöfn standa reglulega fyrir lestrarátaki en yfir sumartímann er hætt við að lestur detti niður eða gleymist í fríi og ferðalögum. …

Tilnefning: Dalamaður ársins 2022

DalabyggðFréttir

Í tengslum við bæjarhátíðina „Heim í Búðardal 2022“ hefur verið ákveðið að standa fyrir tilnefningu um Dalamann ársins 2022. Hér fyrir neðan má nálgast slóð á form þar sem er að finna tvær spurningar sem þarf að svara til að atkvæðið sé tekið gilt. Athugið að svör eru ekki rekjanleg niður á þátttakendur. Þetta tilnefningarform verður opið til þriðjudagsins 28. …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 221. fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ 221. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 16. júní 2022 og hefst kl. 16:00   Dagskrá: Almenn mál 1. 2205015 – Kosning í nefndir skv. A-hluta 48 gr. samþykkta Dalabyggðar     2. 2205016 – Kosning í stjórnir og samstarfsnefndir skv. B-hluta 48. gr. samþykkta Dalabyggðar     3. 2206015 – Fundir sveitarstjórnar sumarið 2022 …

17. júní 2022 í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Dagskrá: Kl. 13:00 – Silfurtún Við Silfurtún mun fjallkonan Birna Rún Ingvarsdóttir flytja ljóð og Guðlaug Kristinsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi flytur hátíðarræðu í tilefni dagsins. Skátarnir standa heiðursvörð. Helga Rún og Nikkólína flytja tónlist fyrir okkur. Tómstundastarf Silfurtúns verður með opin sölubasar með ýmsum hlutum sem þau hafa verið að föndra í vor. Að lokinni dagskrá við Silfurtún verður skrúðganga að Dalabúð. …