Vantar þig athafnahúsnæði?

DalabyggðFréttir

Í Dalabyggð er fyrirhugað að byggja húsnæði í nýju iðnaðarhverfi nyrst í Búðardal.
Við leitum áhugasamra fyrirtækja og einstaklinga sem þurfa gott og hagkvæmt iðnaðarhúsnæði og vilja taka þátt í uppbyggingu hverfisins.
Um er að ræða iðnaðarbil af stærðunum 50 – 100 – 150 eða 200 fermetrar, 6 metra vegghæð á húsinu og ætlunin að hafa stóra hurð og gönguhurð á hverju bili fyrir sig. Aðrar útfærslur koma mögulega einnig til greina.
Verkefnið er unnið af starfshópi á vegum atvinnumálanefndar Dalabyggðar. Það er stutt af Byggðaáætlun og er ætlað að bæta aðstöðu til athafna í Búðardal, með stuðningi við þarfagreiningu, hönnun og útfærslu húsnæðisins.

Fyrirspurnir og viljayfirlýsingar áhugasamra skal senda á Garðar Frey, formann atvinnumálanefndar, gardarv@dalir.is.
Með viljayfirlýsingu skal vera nafn og kennitala einstaklings/lögaðila, símanúmer, stutt lýsing á nýtingu húsnæðisins og gróflega áætluð rýmisþörf í fermetrum.
Frestur til skila viljayfirlýsinga er mánudaginn 22. maí.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei