Denise Weber reiðkennari verður með reiðkennslu hjá Hestamannafélaginu Glað fjórar helgar í vetur ef næg þátttaka fæst. Kennt verður bæði laugardag og sunnudag svo alls verða 8 tímar. Helgarnar eru: 4.-5. febrúar 25.-26. febrúar 25.-26. mars 15.-16. apríl Námskeiðið er fyrir alla aldurshópa, þ.e. börn frá 8 ára, unglinga og fullorðna. Verð fyrir allar helgarnar: Börn og unglingar (8 til …
Lilja Rannveig nýtir aðstöðu í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, 3. þingmaður Norðvesturkjördæmis, nýtti sér aðstöðuna í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar til starfa nú í byrjun árs. Lilja situr m.a. í allsherjar- og menntamálanefnd, framtíðarnefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd svo eins og gefur að skilja er ýmislegt sem þarf að sinna þó Alþingi komi ekki saman aftur fyrr en 23. janúar n.k. Þó viðvera væri ekki löng í þetta …
Samstarfssamningur við UDN undirritaður
Í dag var undirritaður samstarfssamningur milli Dalabyggðar og Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN). Markmið samningsins er meðal annars að stuðla að auknu samstarfi á milli UDN og Dalabyggðar á sviði íþrótta- og æskulýðsmála. Þannig verði öllum börnum og ungmennum í sveitarfélaginu gefinn kostur á að taka þátt í fjölbreyttu og uppbyggilegu íþrótta- og æskulýðsstarfi með áherslu á forvarnir og heilsueflingu. …
Opið fyrir umsóknir í menningarmálaverkefnasjóð
Menningarmálanefnd Dalabyggðar auglýsir eftir umsóknum í menningarmálaverkefnasjóð. Til úthlutunar 2023 eru 1.000.000 kr.- Hlutverk sjóðsins er að styðja við menningarmál í Dalabyggð og er það gert með því að veita styrki eftir því sem menningarmálanefnd Dalabyggðar telur þjóna markmiðum sjóðsins. Umsækjendur í sjóðinn geta verið einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir með lögheimili í Dalabyggð. Umsóknarfrestur er til og með 14. …
Afgreiðsla sýslumanns lokuð 3. janúar
Afgreiðsla Sýslumannsins á Vesturlandi í Búðardal verður lokuð í dag, þriðjudaginn 3. janúar 2023.
Losun frestast til 4. janúar
Samkvæmt nýju sorphirðudagatali átti að tæma Grænu og brúnu tunnuna sunnan Búðardal og grænu tunnuna í Búðardal í dag (02.01.2022) en vegna óviðráðnalegra aðstæðna frestast sú losun fram á miðvikudaginn 4. janúar.
Nýtt sorphirðudagatal og breyting á klippikortum
Hér fyrir neðan má sjá og nálgast nýtt sorphirðudagatal fyrir árið 2023. Dagatalið er gefið út með fyrirvara um möguleika á nýju fyrirkomulagi, vegna breytinga á lögum er snerta úrgang og taka gildi 1. janúar 2023. Sveitarfélög hafa svigrúm inn í árið til að laga sig að breyttu regluverki varðandi úrgangsmál og er sú vinna hafin hjá Dalabyggð. Eru íbúar …
DalaAuður – Hátíðarkveðja
Nú í lok árs er rétt að líta yfir farinn veg eftir fyrsta starfsár DalaAuðs. Ýmislegt hefur unnist á þessum mánuðum síðan verkefnið hófst og er einstaklega ánægjulegt að sjá hve mikill kraftur er í íbúum Dalabyggðar. Metfjöldi umsókna bárust í fyrstu úthlutun Frumkvæðissjóðsins og voru verkefnin hvert öðru áhugaverðara. Stefnt er að því að næsta úthlutun verði á vormánuðum …
Áramótabrenna 31. desember 2022
Björgunarsveitin Ósk í Dalabyggð mun standa fyrir áramótabrennu og flugeldasýningu niðri við sjó í Búðardal kl. 21:00 á Gamlársdag (31. desember). Við biðjum íbúa og gesti um að virða tilmæli sveitarinnar kringum brennu og sýningu. Þurfi að koma til breytinga (s.s. vegna veðurs) verður það tilkynnt hér á heimasíðu Dalabyggðar. Flugeldasala björgunarsveitarinnar er einnig hafin og fer fram í húsnæði …
Jólakveðja frá Dalabyggð
Sveitarstjórn Dalabyggðar og starfsfólk óska íbúum Dalabyggðar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.