Auglýsing um afgreiðslu og umsögn sveitarstjórnar Dalabyggðar um athugasemdir við auglýsta aðalskipulagstillögu

DalabyggðFréttir

Auglýsing um afgreiðslu og umsögn sveitarstjórnar Dalabyggðar um athugasemdir við auglýsta aðalskipulagstillögu:

Á 232. fundi sveitarstjórnar, þann 9. mars 2023, var tillaga að Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032 samþykkt. Jafnframt var samþykkt að senda þeim aðilum sem gerðu athugasemdir, afgreiðslu og umsögn sveitarstjórnar um athugasemdir og auglýsa niðurstöðu sveitarstjórnar.

Tillaga að Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032 ásamt umhverfismatsskýrslu var auglýst þann 15. júlí 2022 með fresti til að skila inn umsögnum og athugasemdum til og með 26. ágúst 2022. Alls bárust umsagnir og athugasemdir frá 17 aðilum á auglýsingartímanum.

Samþykkt sveitarstjórnar ásamt afgreiðslu og umsögn um athugasemdir er hægt að nálgast hér að neðan.

Fundargerð sveitarstjórnar Dalabyggðar – 232, þann 9. mars 2023

Minnisblað um umsagnir og athugasemdir um auglýsta tillögu að Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei