Samvera eldri borgara á Hólmavík 29. mars

DalabyggðFréttir

Hólmvíkingar hafa boðið eldri borgurum í Dölum og Reykhólum í heimsókn miðvikudaginn 29. mars.

Farið verður á rútu frá Silfurtúni kl. 10:30, það kostar ekkert í rútuna. Áætluð heimkoma er 14:30.
Að þessu sinni verður boðið upp á Boccia og spjall.

Það þarf að skrá sig hjá mér í síma 867-5604 eða tomstund@dalir.is

Ég hvet alla að láta eldri borgara í kringum sig vita af þessu. Þetta verkefni er hluti af samstarfsverkefninu sem við höfum átt með 5.-10. bekk í skólunum þrem.
Ef vel gengur verða fleiri samverustundir í þessum dúr teknar fram á vorið.

– Jón Egill Jónsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei