Þó að við leyfum okkur nokkrum konfektmolum meira en venjulega skulum við ekki bregða út af vananum við flokkun úrgangs yfir komandi hátíðir. Jólapappír fer með pappír og pappa, það er til jólapappír sem flokka á með plasti, hægt er að greina á milli með því að prufa að rífa hann, ef það er ekki hægt, þá fer hann með …
Afgreiðsla sýslumanns lokuð 20. desember
Afgreiðsla Sýslumannsins á Vesturlandi í Búðardal verður lokuð í dag, þriðjudaginn 20. desember 2022.
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 229. fundur
FUNDARBOÐ 229. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn á fjarfundi, miðvikudaginn 21. desember 2022 og hefst kl. 11:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2208006 – Fjárhagsáætlun 2023, álagningarhlutfall útsvars. Í ljósi breytinga á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og heimild varðandi breytt hámark álagningarhlutfall útsvarsstofns sveitarfélaga þar sem að í stað 14,52% í 1. mgr. 23. gr. laganna komi 14,74% þá liggur fyrir …
Frístundastyrkir Dalabyggðar – skil eigi síðar en 15. desember
Til að fá frístundastyrk fyrir börn á aldrinum 3 til 18 ára greiddan, þarf að skila umsókn ásamt greiðslukvittunum til skrifstofu Dalabyggðar eigi síðar en 15. desember. Við bendum á að haustið 2022 eru engin takmörk á nýtingu styrksins fyrir börn í 1. – 10. bekk Auðarskóla og styrkurinn fyrir þennan hóp haustið 2022 er 10.000kr. hærri – sjá nánar …
Dalabyggð greiðir þátttökugjald á Mannamót 2023
Í tengslum við markaðssetningu ferðaþjónustu í Dalabyggð vill sveitarfélagið bjóða ferðaþjónum sem ætla sér að taka þátt á Mannamóti 2023 að greiða þátttökugjaldið fyrir þá. Er þetta gert í samstarfi við Markaðsstofu Vesturlands þannig að reikningur fyrir þátttöku þeirra ferðaþjóna sem starfa í sveitarfélaginu og skrá sig á Mannamót 2023 fer til Dalabyggðar. Þeir sem hafa þegar skráð sig geta …
Skrifstofa Dalabyggðar lokuð 19. desember
Vegna framkvæmda í Stjórnsýsluhúsinu að Miðbraut 11 er möguleiki á skertri þjónustu föstudaginn 16. desember n.k. Einnig verður skrifstofa Dalabyggðar lokuð mánudaginn 19. desember á meðan við komum okkur fyrir að nýju. Biðjumst velvirðingar á þessu. Við opnum aftur kl.09:00 á þriðjudeginum 20. desember, til þjónustu reiðubúin.
Viljayfirlýsing Silfurtúns og Heilbrigðisstofnunar Vesturlands
Í dag undirrituðu Dalabyggð, f.h. Silfurtúns, og Heilbrigðisstofnun Vesturlands viljayfirlýsingu, sem byggir á að kannaður verði grundvöllur þess að hefja undirbúning að samþættingu þjónustu við aldraða í Dalabyggð. Þau Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir forstjóri HVE og Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggðar undirrituðu viljayfirlýsinguna. Viljayfirlýsingin er svohljóðandi: Á grundvelli neðan greinds gera Dalabyggð, kt. 510694-2019, og Heilbrigðisstofnun Vesturlands, hér eftir kallað HVE, …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 228. fundur
FUNDARBOÐ 228. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 15. desember 2022 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2211020 – Gjaldskrár – uppfærsla fyrir 2023 2. 2208006 – Fjárhagsáætlun 2023 3. 1702012 – Starfsmannamál 2022 4. 2210011 – Fjárhagsáætlun 2022 – Viðauki VIII (8) 5. 2002053 – Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar 6. 2206017 – Samantekt um …
Minnumst Jóhannesar úr Kötlum
„Segja vil ég sögu af sveinunum þeim…“ Þannig hefst fyrsta erindið í Jólasveinavísum Jóhannesar Jónassonar úr Kötlum, sem festi í sessi nöfn hinna 13 íslensku jólasveina. Til að heiðra minningu hans á þessum árstíma hefur ljóskösturum verið komið fyrir sem munu lýsa upp brjóstmynd af skáldinu er stendur við Auðarskóla í Búðardal. Þessi minningavottur er fyrir tilstuðlan Svavars Garðarssonar og …
Kærleiksvika á elsta stigi
Í þessari viku verður kærleiksvika á elsta stigi. Lögð er áhersla á hæfni tengt sjálfsmynd, sjálfstrausti, ábyrgð og áhrif hvers og eins. Nemendur fara í slökunæfingar á hverjum degi og teknar verða umræður um alls konar viðkvæm málefni í vikunni; svo sem kynlíf, kynferðisofbeldi, ofbeldi í nánum samböndum, erfiðleika í lífi einstaklinga o.fl. Flestar hefðbundnar námsbækur verða því lagðar til hliðar á …