Framlenging á jólagjöf Dalabyggðar – til og með 15. mars

DalabyggðFréttir

Starfsfólk Dalabyggðar fékk í jólagjöf gjafabréf sem hægt var að nýta hjá framleiðendum og fyrirtækjum í sveitarfélaginu.

Gjafabréfið gilti á tímabilinu 15. desember til og með 28. febrúar. Vegna fjölda fyrirspurna hefur verið ákveðið að gjafabréfið megi nýta til og með 15. mars n.k. 

Við hvetjum starfsfólk til að drífa í því að nýta gjafabréfið enda er hægt að velja úr fjölbreyttum vörum og þjónustu svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei